Körfubolti

U20 féll í B-deild eftir enn eitt tapið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir syngja þjóðsönginn.
Strákarnir syngja þjóðsönginn. vísir/skjáskot
Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri spilar í B-deild á næsta EM eftir tap gegn Grikkjum í dag.

Liðið tapaði öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og þurfti því að vinna Grikkland til þess að halda sér í A-deild fyrir næsta EM.

Það kom hins vegar ekki á daginn því liðið tapaði með átján stiga mun, 104-86, eftir að hafa verið átján stigum undir í hálfleik, 54-36.

Liðið spilar við Rúmeníu á morgun um fimmtánda til sextánda sætið í A-deild. Leikurinn hefst klukkan átta að íslenskum tíma.

Stigahæstur íslenska liðsins var KR-ingurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnason með átján stig en næstur kom Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guðmundsson með sextán stig.

Snjólfur Stefánsson skoraði sextán stig og Bjarni Jónsson ellefu en þjálfari liðsins er Israel Martin. Hann tók við af Arnari Guðjónssyni í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×