Níu úr sömu fjölskyldunni á meðal þeirra 17 sem fórust þegar hjólabáturinn sökk Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2018 07:36 Frá vettvangi slyssins. Vísir/EPA Á meðal þeirra sautján sem fórust þegar hjólabátur sökk í Bandaríkjunum í gær voru níu úr sömu fjölskyldunni.Tveir úr fjölskyldunni björguðust en á meðal þeirra var Tia Coleman sem sagði skipstjórann hafa tjáð 31 farþega bátsins að þeir þyrftu ekki að fara í björgunarvesti. „Ég missti öll börnin mín, ég missti eiginmann minn, ég missti tengdamóður mína, ég missti tengdaföður minn, ég missti mágkonu mína og ég missti frændur mína. Það er í lagi með mig en þetta er virkilega þungbært,“ sagði Coleman við Fox News. Slysið varð þegar hjólabátnum hvolfdi í kröppum sjó á Table Rock-vatninu á fimmtudag. Lögreglan í Missouri-ríki Bandaríkjanna segir þá sem fórust í þessa slysinu hafa verið á aldrinum eins árs og til 70 ára. „Skipstjórinn sagði við okkur: „Ekki hafa áhyggjur af því að grípa björgunarvesti, þið þurfið ekki á þeim að halda.“ Ekkert okkar náði því í björgunarvesti því við hlustuðum á skipstjórann og hann sagði okkur að halda kyrru fyrir,“ sagði Coleman. Hún sagði að vegna skipana skipstjórans hefði ekki gefist tími til að grípa til björgunarvesta, það hefði verið um seinan. „Ég trúi því að það hefði verið hægt að bjarga mörgum þeirra sem fórust,“ sagði Coleman. Ættingi fjölskyldunnar sem var ekki í bátnum sagði við fjölmiðla vestanhafs að hinn meðlimurinn úr fjölskyldunni sem lifði af hefði verið drengur. Skipstjórinn var á meðal þeirra sem björguðust en hann er nú á sjúkrahúsi. Channel 2's @CarlWillisWSB confirms that the 9 family members who died in the duck boat accident were from Indianapolis. Carl talked with another family member who wasn't on the boat. He shared this photo with us. The woman on the far left and the boy on the far right survived. pic.twitter.com/gfcXwPg9YH— WSB-TV (@wsbtv) July 20, 2018 Tengdar fréttir Sautján fórust þegar hjólabátur sökk í Bandaríkjunum Ekki vitað hvort farþegar voru í björgunarvestum. 20. júlí 2018 19:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Á meðal þeirra sautján sem fórust þegar hjólabátur sökk í Bandaríkjunum í gær voru níu úr sömu fjölskyldunni.Tveir úr fjölskyldunni björguðust en á meðal þeirra var Tia Coleman sem sagði skipstjórann hafa tjáð 31 farþega bátsins að þeir þyrftu ekki að fara í björgunarvesti. „Ég missti öll börnin mín, ég missti eiginmann minn, ég missti tengdamóður mína, ég missti tengdaföður minn, ég missti mágkonu mína og ég missti frændur mína. Það er í lagi með mig en þetta er virkilega þungbært,“ sagði Coleman við Fox News. Slysið varð þegar hjólabátnum hvolfdi í kröppum sjó á Table Rock-vatninu á fimmtudag. Lögreglan í Missouri-ríki Bandaríkjanna segir þá sem fórust í þessa slysinu hafa verið á aldrinum eins árs og til 70 ára. „Skipstjórinn sagði við okkur: „Ekki hafa áhyggjur af því að grípa björgunarvesti, þið þurfið ekki á þeim að halda.“ Ekkert okkar náði því í björgunarvesti því við hlustuðum á skipstjórann og hann sagði okkur að halda kyrru fyrir,“ sagði Coleman. Hún sagði að vegna skipana skipstjórans hefði ekki gefist tími til að grípa til björgunarvesta, það hefði verið um seinan. „Ég trúi því að það hefði verið hægt að bjarga mörgum þeirra sem fórust,“ sagði Coleman. Ættingi fjölskyldunnar sem var ekki í bátnum sagði við fjölmiðla vestanhafs að hinn meðlimurinn úr fjölskyldunni sem lifði af hefði verið drengur. Skipstjórinn var á meðal þeirra sem björguðust en hann er nú á sjúkrahúsi. Channel 2's @CarlWillisWSB confirms that the 9 family members who died in the duck boat accident were from Indianapolis. Carl talked with another family member who wasn't on the boat. He shared this photo with us. The woman on the far left and the boy on the far right survived. pic.twitter.com/gfcXwPg9YH— WSB-TV (@wsbtv) July 20, 2018
Tengdar fréttir Sautján fórust þegar hjólabátur sökk í Bandaríkjunum Ekki vitað hvort farþegar voru í björgunarvestum. 20. júlí 2018 19:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Sautján fórust þegar hjólabátur sökk í Bandaríkjunum Ekki vitað hvort farþegar voru í björgunarvestum. 20. júlí 2018 19:18