Íslenski boltinn

Þróttur færist nær toppliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor var á skotskónum í dag.
Viktor var á skotskónum í dag. vísir/ernir
Þróttur vann sinn annan sigur í röð í Inkasso-deild karla er liðið vann 3-0 sigur á Njarðvík í Laugardalnum í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Hollendingurinn Jasper Van Der Heyden kom Þrótturum yfir á 47. mínútu.

Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Viktor Jónsson forystuna og á 63. mínútu skoraði Kristófer Konráðsson þriðja mark Þróttara.

Lokatölur 3-0 og það voru ekki einu gleðitíðindin fyrir Þróttara því Emil Atlason spilaði síðustu sautján mínútur leiksins. Hann er að jafna sig eftir erfið meiðsli.

Þróttur er nú í fimmta sætinu, fimm stigum á eftir ÍA sem er í þriðja sætinu og sjö stigum á eftir toppliði Þór. Njarðvík er hins vegar í tíunda sæti og heldur sér frá fallsætinu á markatölu.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×