"Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. júlí 2018 20:00 Sérfræðingur segir allt benda til þess að rækjuiðnaðurinn á Íslandi muni hreinlega hverfa á næstu árum. Bæjarstjóri Grundarfjarðar segir lokun rækjuvinnslu FISK Seafood vera afar þungt högg fyrir bæinn. Líkt og fram kom í gær mun 21 starfsmaður rækjuvinnslunnar í Grundarfirði missa vinnuna vegna lokunarinnar, þar af nítján um næstu mánaðamót.Frétt Vísis: Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í rauninni í gær. Við höfðum ekki vitað neitt af þessu fyrr en fréttamenn hringdu í okkur, það fannst okkur svolítið erfitt,“ segir bæjarstjórinn Þorsteinn Steinsson. Íbúar Grundarfjarðar á Snæfellsnesi eru 843 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorsteinn kveðst hafa skilning á aðstæðum fyrirtækisins, en ákvörðunin sé þungt högg fyrir bæinn allan. „Þarna er náttúrulega starfsfólk, liðlega 20 manns, sem eru að missa störfin sín. Það er náttúrulega mjög þungt fyrir þessa einstaklinga. Að hverju eiga þeir að hverfa? Og samfélagið í heild finnur náttúrulega verulega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn.Veiðarnar brot af því sem áður var Í samtali við Vísi sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, stöðuna erfiða og rækjuveiðar séu orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir þessa greiningu ekki fjarri lagi. „Nánast síðan um aldamót hefur ekki verið veidd rækja fyrir norðan land. Einu innfjarðarsvæðin sem eftir eru eru Ísafjörður og Arnarfjörður, reyndar hafa ekki verið veiðar í Arnarfirði á yfirstandandi vertíð. Snæfellsrækjan var mjög lítil miðað við það sem verið hefur og Eldeyjarrækjan var t.a.m. ekki í fyrra þannig að Vesturlandið er líka mjög slæmt. Það sem helst hangir inni er kannski úthafsrækjan og þá í Ísafjarðardjúpi,“ segir Guðmundur.Þorskurinn étur rækjuna Þannig hafi rækjustofnar minnkað mikið undanfarin ár. Ástæðurnar séu stækkandi þorskstofn og umhverfisbreytingar, en nokkur hlýnun hafi t.a.m. mælst í fjörðum við Norðurland. En má þá búast við því að veiði og vinnsla rækju leggist alfarið af hér á landi? „Það bendir allt til þess. Þorskstofninn hefur verið að stækka, það var tekin stefna af stjórnvöldum að byggja upp þorskstofninn. Þorskurinn nærist á rækju, þannig að það er ekki sjáanlegt að rækja muni vaxa í miklum mæli á næstu árum,“ segir Guðmundur. Grundarfjörður Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Sérfræðingur segir allt benda til þess að rækjuiðnaðurinn á Íslandi muni hreinlega hverfa á næstu árum. Bæjarstjóri Grundarfjarðar segir lokun rækjuvinnslu FISK Seafood vera afar þungt högg fyrir bæinn. Líkt og fram kom í gær mun 21 starfsmaður rækjuvinnslunnar í Grundarfirði missa vinnuna vegna lokunarinnar, þar af nítján um næstu mánaðamót.Frétt Vísis: Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í rauninni í gær. Við höfðum ekki vitað neitt af þessu fyrr en fréttamenn hringdu í okkur, það fannst okkur svolítið erfitt,“ segir bæjarstjórinn Þorsteinn Steinsson. Íbúar Grundarfjarðar á Snæfellsnesi eru 843 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorsteinn kveðst hafa skilning á aðstæðum fyrirtækisins, en ákvörðunin sé þungt högg fyrir bæinn allan. „Þarna er náttúrulega starfsfólk, liðlega 20 manns, sem eru að missa störfin sín. Það er náttúrulega mjög þungt fyrir þessa einstaklinga. Að hverju eiga þeir að hverfa? Og samfélagið í heild finnur náttúrulega verulega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn.Veiðarnar brot af því sem áður var Í samtali við Vísi sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, stöðuna erfiða og rækjuveiðar séu orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir þessa greiningu ekki fjarri lagi. „Nánast síðan um aldamót hefur ekki verið veidd rækja fyrir norðan land. Einu innfjarðarsvæðin sem eftir eru eru Ísafjörður og Arnarfjörður, reyndar hafa ekki verið veiðar í Arnarfirði á yfirstandandi vertíð. Snæfellsrækjan var mjög lítil miðað við það sem verið hefur og Eldeyjarrækjan var t.a.m. ekki í fyrra þannig að Vesturlandið er líka mjög slæmt. Það sem helst hangir inni er kannski úthafsrækjan og þá í Ísafjarðardjúpi,“ segir Guðmundur.Þorskurinn étur rækjuna Þannig hafi rækjustofnar minnkað mikið undanfarin ár. Ástæðurnar séu stækkandi þorskstofn og umhverfisbreytingar, en nokkur hlýnun hafi t.a.m. mælst í fjörðum við Norðurland. En má þá búast við því að veiði og vinnsla rækju leggist alfarið af hér á landi? „Það bendir allt til þess. Þorskstofninn hefur verið að stækka, það var tekin stefna af stjórnvöldum að byggja upp þorskstofninn. Þorskurinn nærist á rækju, þannig að það er ekki sjáanlegt að rækja muni vaxa í miklum mæli á næstu árum,“ segir Guðmundur.
Grundarfjörður Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira