Ævintýri ferðabarnfóstrunnar Alexöndru „enn þá betra en draumur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 17:00 Alexandra heimsótti 38 lönd á ferðalagi sínu með Tillotson-fjölskyldunni. Mynd/Samsett Alexandra Kristjánsdóttir er nýkomin heim eftir heimsreisu með fimm manna bandarískri fjölskyldu. Alexandra gegndi starfi barnfóstru fjölskyldunnar í tæpt ár og segir ferðalagið hafa verið draumi líkast. Ævintýrið hófst fyrir rúmum ellefu mánuðum síðan þegar Alexandra slóst í för með hinni bandarísku Tillotson-fjölskyldu á ferð hennar um heiminn. Alexandra var valin úr hópi 24 þúsund umsækjenda sem sótt höfðu um starf barnfóstru fjölskyldunnar.Fimm á flugi með þúsundir fylgjenda Tillotson-hjónin, Derek og Kenzie, og börn þeirra þrjú, Porter, Beckett og Wren, öðluðust heimsfrægð á Internetinu er þau seldu húsið sitt í Utah og héldu í heimsreisu. Fjölskyldan heldur úti Instagram-reikningi og heimasíðu undir heitinu Five Take Flight, eða Fimm á flugi, og hafa sankað að sér fylgjendum í þúsundatali. Þá voru fréttir einnig fluttar af gríðarlegum fjölda umsókna um barnfóstrustöðuna í erlendum miðlum á sínum tíma.Who’s your travel buddy? Best friends show you the world... and Japan . . #FiveTakeFlight @wrenaround @alaalexandra #Akiharaba #Tokyo #Japan #TravelWithKids #TravelFamily #FamilyTravel #FamilyVlog #TravelVlog #TravelBaby #TravelNanny A post shared by Five Take Flight (@fivetakeflight) on May 31, 2018 at 6:05am PDTErfitt að segja bless við börnin Alexandra segir í samtali við Vísi að hún hafi haldið út til fjölskyldunnar í lok ágúst í fyrra. Hún gegndi ekki aðeins starfi barnfóstru heldur kenndi hún eldri börnunum tveimur ýmsar námsgreinar. Eftir ellefu mánaða samfylgd sneri Alexandra heim til Bretlands nú í júlí, þar sem hún hefur búið með fjölskyldu sinni undanfarin níu ár. „Það er mjög skrýtið að vera komin heim. Skrýtið að sjá hvað hefur margt breyst þegar maður sjálfur hefur breyst svona mikið. Maður fær svona nýja sýn á hlutina,“ segir Alexandra. „Það var líka svo erfitt að segja bless, við börnin og fjölskylduna. Þetta er svona það næsta sem maður kemst því að vera mamma án þess að vera mamma,“ bætir hún við.Alexandra með Porter og Beckett við Mont Blanc á Ítalíu.Mynd/AðsendEinkaeyja, trjáhús og paradís Alexandra heimsótti 38 lönd á ferð sinni með Tillotson-fjölskyldunni. Þau komu við í fjölmörgum löndum í Evrópu, heimsóttu Afríkuríkin Marokkó og Suður-Afríku og héldu svo til Asíu. Þar lá leiðin í gegnum Tæland, Kambódíu, Kína, Víetnam og Japan. Þá fóru þau einnig til Ástralíu, Nýja Sjálands, Fiji-eyja og Vanúatú. Alexandra segir hápunkt ferðalagsins hafa verið vika á Salómonseyjum, eyjaklasa norðaustan af Ástralíu. „Við vorum á einkaeyju og ég gisti í trjáhúsi, þetta var algjör paradís. Það voru kóralrif þarna rétt hjá og maður var bara í vatninu alla daga, þetta var alveg magnað,“ segir Alexandra. „Ég áttaði mig á því þessa viku að ég var að upplifa eitthvað enn þá betra en drauminn minn. Við vorum ein á þessari eyju, það var ekkert Internet og rafmagnið kom á tvo klukkutíma á dag.“Á Fiji-eyjum í góðra vina hópi.Mynd/AðsendBíltúr um Ísland næst á dagskrá Þó að Alexandra hafi búið bróðurpart síðustu ára á Bretlandi lítur hún enn á Ísland sem heimaslóðir sínar. Nú leitar hugurinn heim og hyggur hún á leiðangur um landið á næstunni. „Núna þegar ég er búin að sjá allan heiminn langar mig að sjá Ísland. Þannig að núna er ég að koma heim og ætla að fara hringinn í kringum landið með vinkonu minni,“ segir Alexandra. „Og svo vil ég hvetja sem flesta að láta drauma sína rætast. Það er svo ótrúlegt hvað það tekur mann langt, að þora að taka skrefið, þora að sækja um, þora að halda áfram.“ Ferðalög Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
Alexandra Kristjánsdóttir er nýkomin heim eftir heimsreisu með fimm manna bandarískri fjölskyldu. Alexandra gegndi starfi barnfóstru fjölskyldunnar í tæpt ár og segir ferðalagið hafa verið draumi líkast. Ævintýrið hófst fyrir rúmum ellefu mánuðum síðan þegar Alexandra slóst í för með hinni bandarísku Tillotson-fjölskyldu á ferð hennar um heiminn. Alexandra var valin úr hópi 24 þúsund umsækjenda sem sótt höfðu um starf barnfóstru fjölskyldunnar.Fimm á flugi með þúsundir fylgjenda Tillotson-hjónin, Derek og Kenzie, og börn þeirra þrjú, Porter, Beckett og Wren, öðluðust heimsfrægð á Internetinu er þau seldu húsið sitt í Utah og héldu í heimsreisu. Fjölskyldan heldur úti Instagram-reikningi og heimasíðu undir heitinu Five Take Flight, eða Fimm á flugi, og hafa sankað að sér fylgjendum í þúsundatali. Þá voru fréttir einnig fluttar af gríðarlegum fjölda umsókna um barnfóstrustöðuna í erlendum miðlum á sínum tíma.Who’s your travel buddy? Best friends show you the world... and Japan . . #FiveTakeFlight @wrenaround @alaalexandra #Akiharaba #Tokyo #Japan #TravelWithKids #TravelFamily #FamilyTravel #FamilyVlog #TravelVlog #TravelBaby #TravelNanny A post shared by Five Take Flight (@fivetakeflight) on May 31, 2018 at 6:05am PDTErfitt að segja bless við börnin Alexandra segir í samtali við Vísi að hún hafi haldið út til fjölskyldunnar í lok ágúst í fyrra. Hún gegndi ekki aðeins starfi barnfóstru heldur kenndi hún eldri börnunum tveimur ýmsar námsgreinar. Eftir ellefu mánaða samfylgd sneri Alexandra heim til Bretlands nú í júlí, þar sem hún hefur búið með fjölskyldu sinni undanfarin níu ár. „Það er mjög skrýtið að vera komin heim. Skrýtið að sjá hvað hefur margt breyst þegar maður sjálfur hefur breyst svona mikið. Maður fær svona nýja sýn á hlutina,“ segir Alexandra. „Það var líka svo erfitt að segja bless, við börnin og fjölskylduna. Þetta er svona það næsta sem maður kemst því að vera mamma án þess að vera mamma,“ bætir hún við.Alexandra með Porter og Beckett við Mont Blanc á Ítalíu.Mynd/AðsendEinkaeyja, trjáhús og paradís Alexandra heimsótti 38 lönd á ferð sinni með Tillotson-fjölskyldunni. Þau komu við í fjölmörgum löndum í Evrópu, heimsóttu Afríkuríkin Marokkó og Suður-Afríku og héldu svo til Asíu. Þar lá leiðin í gegnum Tæland, Kambódíu, Kína, Víetnam og Japan. Þá fóru þau einnig til Ástralíu, Nýja Sjálands, Fiji-eyja og Vanúatú. Alexandra segir hápunkt ferðalagsins hafa verið vika á Salómonseyjum, eyjaklasa norðaustan af Ástralíu. „Við vorum á einkaeyju og ég gisti í trjáhúsi, þetta var algjör paradís. Það voru kóralrif þarna rétt hjá og maður var bara í vatninu alla daga, þetta var alveg magnað,“ segir Alexandra. „Ég áttaði mig á því þessa viku að ég var að upplifa eitthvað enn þá betra en drauminn minn. Við vorum ein á þessari eyju, það var ekkert Internet og rafmagnið kom á tvo klukkutíma á dag.“Á Fiji-eyjum í góðra vina hópi.Mynd/AðsendBíltúr um Ísland næst á dagskrá Þó að Alexandra hafi búið bróðurpart síðustu ára á Bretlandi lítur hún enn á Ísland sem heimaslóðir sínar. Nú leitar hugurinn heim og hyggur hún á leiðangur um landið á næstunni. „Núna þegar ég er búin að sjá allan heiminn langar mig að sjá Ísland. Þannig að núna er ég að koma heim og ætla að fara hringinn í kringum landið með vinkonu minni,“ segir Alexandra. „Og svo vil ég hvetja sem flesta að láta drauma sína rætast. Það er svo ótrúlegt hvað það tekur mann langt, að þora að taka skrefið, þora að sækja um, þora að halda áfram.“
Ferðalög Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning