Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar síns Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2018 15:29 Emmanuel Macron er sagður hafa vitað af atburðunum frá 2. maí, degi eftir mótmælin. Hér sést Benalla hægra meginn við forsetann. Vísir/Getty Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi, klæddur í einkennisklæði lögreglumanns. Alexandre Benalla, öryggisvörðurinn sem um ræðir, starfar í innsta hring Macron. Myndbandið sem um ræðir var tekið í mótmælum sem fóru fram á verkalýðsdaginn þann 1. maí síðastliðinn. Benalla hafði beðið um frídag til þess að fylgjast með störfum lögreglu þann daginn, en hann starfaði áður sem öryggisvörður en þó aldrei innan lögreglunnar. Í mótmælunum veittist Benalla að tveimur mótmælendum, karli og konu, og dró þau úr fjöldanum þar sem hann réðst á manninn, lamdi hann og stappaði á honum. Óeirðalögregla fylgdist með framgöngu Benalla án þess að skerast í leikinn, en Benalla var klæddur sem lögregluþjónn á mótmælunum. ALERTA VIOLENCES POLICIÈRES DES POLICIERS TABASSENT ET GAZENT TOUT LE MONDE PLACE CONTREESCARPE !! FAITES TOURNER IL FAUT QUE TOUT LE MONDE VOIT !!#ViolencesPolicieres#1erMaipic.twitter.com/Dabr6HHwyJ — Taha Bouhafs (@T_Bouhafs) 1 May 2018 Sjónarvottar segja það hafa verið augljóst að maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu hafi verið sárkvalinn og aðferðir Benalla voru ekki eitthvað sem þekkist innan lögreglunnar. Atvikið hafi verið óeðlilegt og ólöglegt.Emmanuel Macron ásamt Alexandre Benalla.Vísir/GettyReyndi að eyða öryggismyndefni eftir fréttaflutning Benalla var sendur í tveggja vikna leyfi í kjölfar árásarinnar, en sneri aftur til starfa eftir það. Hann var settur í annarskonar störf, en hélt þó starfi sínu í innsta hring forsetans og var meðal annars í liðsrútunni ásamt forsetanum eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Eftir að myndbandið komst í dreifingu í fjölmiðlum reyndi Benalla, ásamt fleiri starfsmönnum forsetans, að komast yfir öryggismyndefni og stela því. Þrír lögreglumenn, þar á meðal tveir háttsettir innan stéttarinnar, voru sendir í leyfi eftir atvikið.Uppsagnarferli í vinnslu hjá forsetanum Í yfirlýsingu frá Élysée höllinni segir að forsetinn sé þegar í stað farinn að vinna í uppsögn Benalla eftir að nýjar staðreyndir í máli hans komu upp á yfirborðið. Þingmenn í Frakklandi hafa tjáð sig um málið og segja það vera með öllu óásættanlegt. Élysée höllin hafi vitað af atvikinu 2. maí og ekki vísað því til lögreglunnar, heldur sett Benalla í tveggja vikna leyfi frá störfum í kjölfarið. Þingmenn frá báðum vængjum stjórnmálanna hafa sakað forsetann um að hylma yfir með ofbeldi öryggisvarðarins og hafa bent á að meðferð málsins væri með öðrum hætti ef um væri að ræða venjulegan borgara. Benalla gæti átt yfir höfði sér ákærur fyrir ofbeldisglæp, fyrir að klæða sig ólöglega upp sem lögreglumann og að hafa reynt að stela öryggismyndefni og eyða sönnunargögnum. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi, klæddur í einkennisklæði lögreglumanns. Alexandre Benalla, öryggisvörðurinn sem um ræðir, starfar í innsta hring Macron. Myndbandið sem um ræðir var tekið í mótmælum sem fóru fram á verkalýðsdaginn þann 1. maí síðastliðinn. Benalla hafði beðið um frídag til þess að fylgjast með störfum lögreglu þann daginn, en hann starfaði áður sem öryggisvörður en þó aldrei innan lögreglunnar. Í mótmælunum veittist Benalla að tveimur mótmælendum, karli og konu, og dró þau úr fjöldanum þar sem hann réðst á manninn, lamdi hann og stappaði á honum. Óeirðalögregla fylgdist með framgöngu Benalla án þess að skerast í leikinn, en Benalla var klæddur sem lögregluþjónn á mótmælunum. ALERTA VIOLENCES POLICIÈRES DES POLICIERS TABASSENT ET GAZENT TOUT LE MONDE PLACE CONTREESCARPE !! FAITES TOURNER IL FAUT QUE TOUT LE MONDE VOIT !!#ViolencesPolicieres#1erMaipic.twitter.com/Dabr6HHwyJ — Taha Bouhafs (@T_Bouhafs) 1 May 2018 Sjónarvottar segja það hafa verið augljóst að maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu hafi verið sárkvalinn og aðferðir Benalla voru ekki eitthvað sem þekkist innan lögreglunnar. Atvikið hafi verið óeðlilegt og ólöglegt.Emmanuel Macron ásamt Alexandre Benalla.Vísir/GettyReyndi að eyða öryggismyndefni eftir fréttaflutning Benalla var sendur í tveggja vikna leyfi í kjölfar árásarinnar, en sneri aftur til starfa eftir það. Hann var settur í annarskonar störf, en hélt þó starfi sínu í innsta hring forsetans og var meðal annars í liðsrútunni ásamt forsetanum eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Eftir að myndbandið komst í dreifingu í fjölmiðlum reyndi Benalla, ásamt fleiri starfsmönnum forsetans, að komast yfir öryggismyndefni og stela því. Þrír lögreglumenn, þar á meðal tveir háttsettir innan stéttarinnar, voru sendir í leyfi eftir atvikið.Uppsagnarferli í vinnslu hjá forsetanum Í yfirlýsingu frá Élysée höllinni segir að forsetinn sé þegar í stað farinn að vinna í uppsögn Benalla eftir að nýjar staðreyndir í máli hans komu upp á yfirborðið. Þingmenn í Frakklandi hafa tjáð sig um málið og segja það vera með öllu óásættanlegt. Élysée höllin hafi vitað af atvikinu 2. maí og ekki vísað því til lögreglunnar, heldur sett Benalla í tveggja vikna leyfi frá störfum í kjölfarið. Þingmenn frá báðum vængjum stjórnmálanna hafa sakað forsetann um að hylma yfir með ofbeldi öryggisvarðarins og hafa bent á að meðferð málsins væri með öðrum hætti ef um væri að ræða venjulegan borgara. Benalla gæti átt yfir höfði sér ákærur fyrir ofbeldisglæp, fyrir að klæða sig ólöglega upp sem lögreglumann og að hafa reynt að stela öryggismyndefni og eyða sönnunargögnum.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira