Einblínt á konur í listum á Extreme Chill Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 11:34 Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill-tónlistarhátíðarinnar. Mynd/Ómar Sverrisson Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í níunda sinn í Reykjavík dagana 6.-9.september 2018. Fjölmargir listamenn koma fram á hátíðinni sem haldin er á fjórum stöðum í Reykjavík. Í ár verður einblínt á konur í listum, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. „Styrkja þarf kynjahlutfall á öllum sviðum listarinnar að mínu mati þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt,“ segir Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill.Hátíðin verður haldin á fjórum mismunandi stöðum í miðborginni: Kaldalónssal Hörpu, Gamla Bíó, skemmtistaðnum Húrra og Fríkirkjunni í Reykjavík, ásamt nokkrum minni stöðum til viðbótar sem auglýstir verða síðar. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Á meðal þeirra sem troða upp eru Jan Jelinek, Bára Gísladóttir, Banco De Gaia, Dj Flugvél og Geimskip, Marsen Jules, Ragnhild May, Astrid Sonne, Andrew Heath, Sillus og Mankan (Kippi Kaninus & Tom Manoury). Í tilkynningu segir að hátíðin hafi vakið mikla athygli víða um heim og var t.d. valin ein af eftirtektaverðustu tónlistarhátíðum 2012 í breska dagblaðinu The Guardian, „sökum einstakrar tengingar tónlistar og náttúru.“ Passi á hátíðina kostar 8900 krónur fyrir alla fjóra dagana og fer miðasala fram á midi.is. Extreme Chill hefur verið haldin bæði í Berlín og víða um land. Hátíðin hefur einnig verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis og er nú partur af nýju verkefni sem kallast Up node Network. Um er að ræða norrænt samstarf á milli allra helstu raftónlistarhátíða Norðurlanda. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í níunda sinn í Reykjavík dagana 6.-9.september 2018. Fjölmargir listamenn koma fram á hátíðinni sem haldin er á fjórum stöðum í Reykjavík. Í ár verður einblínt á konur í listum, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. „Styrkja þarf kynjahlutfall á öllum sviðum listarinnar að mínu mati þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt,“ segir Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill.Hátíðin verður haldin á fjórum mismunandi stöðum í miðborginni: Kaldalónssal Hörpu, Gamla Bíó, skemmtistaðnum Húrra og Fríkirkjunni í Reykjavík, ásamt nokkrum minni stöðum til viðbótar sem auglýstir verða síðar. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Á meðal þeirra sem troða upp eru Jan Jelinek, Bára Gísladóttir, Banco De Gaia, Dj Flugvél og Geimskip, Marsen Jules, Ragnhild May, Astrid Sonne, Andrew Heath, Sillus og Mankan (Kippi Kaninus & Tom Manoury). Í tilkynningu segir að hátíðin hafi vakið mikla athygli víða um heim og var t.d. valin ein af eftirtektaverðustu tónlistarhátíðum 2012 í breska dagblaðinu The Guardian, „sökum einstakrar tengingar tónlistar og náttúru.“ Passi á hátíðina kostar 8900 krónur fyrir alla fjóra dagana og fer miðasala fram á midi.is. Extreme Chill hefur verið haldin bæði í Berlín og víða um land. Hátíðin hefur einnig verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis og er nú partur af nýju verkefni sem kallast Up node Network. Um er að ræða norrænt samstarf á milli allra helstu raftónlistarhátíða Norðurlanda.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira