Einblínt á konur í listum á Extreme Chill Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 11:34 Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill-tónlistarhátíðarinnar. Mynd/Ómar Sverrisson Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í níunda sinn í Reykjavík dagana 6.-9.september 2018. Fjölmargir listamenn koma fram á hátíðinni sem haldin er á fjórum stöðum í Reykjavík. Í ár verður einblínt á konur í listum, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. „Styrkja þarf kynjahlutfall á öllum sviðum listarinnar að mínu mati þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt,“ segir Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill.Hátíðin verður haldin á fjórum mismunandi stöðum í miðborginni: Kaldalónssal Hörpu, Gamla Bíó, skemmtistaðnum Húrra og Fríkirkjunni í Reykjavík, ásamt nokkrum minni stöðum til viðbótar sem auglýstir verða síðar. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Á meðal þeirra sem troða upp eru Jan Jelinek, Bára Gísladóttir, Banco De Gaia, Dj Flugvél og Geimskip, Marsen Jules, Ragnhild May, Astrid Sonne, Andrew Heath, Sillus og Mankan (Kippi Kaninus & Tom Manoury). Í tilkynningu segir að hátíðin hafi vakið mikla athygli víða um heim og var t.d. valin ein af eftirtektaverðustu tónlistarhátíðum 2012 í breska dagblaðinu The Guardian, „sökum einstakrar tengingar tónlistar og náttúru.“ Passi á hátíðina kostar 8900 krónur fyrir alla fjóra dagana og fer miðasala fram á midi.is. Extreme Chill hefur verið haldin bæði í Berlín og víða um land. Hátíðin hefur einnig verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis og er nú partur af nýju verkefni sem kallast Up node Network. Um er að ræða norrænt samstarf á milli allra helstu raftónlistarhátíða Norðurlanda. Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í níunda sinn í Reykjavík dagana 6.-9.september 2018. Fjölmargir listamenn koma fram á hátíðinni sem haldin er á fjórum stöðum í Reykjavík. Í ár verður einblínt á konur í listum, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. „Styrkja þarf kynjahlutfall á öllum sviðum listarinnar að mínu mati þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt,“ segir Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill.Hátíðin verður haldin á fjórum mismunandi stöðum í miðborginni: Kaldalónssal Hörpu, Gamla Bíó, skemmtistaðnum Húrra og Fríkirkjunni í Reykjavík, ásamt nokkrum minni stöðum til viðbótar sem auglýstir verða síðar. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Á meðal þeirra sem troða upp eru Jan Jelinek, Bára Gísladóttir, Banco De Gaia, Dj Flugvél og Geimskip, Marsen Jules, Ragnhild May, Astrid Sonne, Andrew Heath, Sillus og Mankan (Kippi Kaninus & Tom Manoury). Í tilkynningu segir að hátíðin hafi vakið mikla athygli víða um heim og var t.d. valin ein af eftirtektaverðustu tónlistarhátíðum 2012 í breska dagblaðinu The Guardian, „sökum einstakrar tengingar tónlistar og náttúru.“ Passi á hátíðina kostar 8900 krónur fyrir alla fjóra dagana og fer miðasala fram á midi.is. Extreme Chill hefur verið haldin bæði í Berlín og víða um land. Hátíðin hefur einnig verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis og er nú partur af nýju verkefni sem kallast Up node Network. Um er að ræða norrænt samstarf á milli allra helstu raftónlistarhátíða Norðurlanda.
Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira