Valdís Þóra: Völlurinn mýkri en í Skotlandi Anton Ingi Leifsson skrifar 31. júlí 2018 19:15 Valdís er spennt fyrir helginni. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á fimmtudaginn á Opna breska meistaramótinu sem fer fram á Englandi um helgina. Valdís Þóra var við keppni á Opna skoska um síðustu helgi en komst þar ekki í gegnum niðurskurðinn eftir erfiðan fyrsta hring. Hún fór beint frá Opna skoska yfir til Englands þar sem hún hefur æft síðustu daga og er spennt fyrir komandi dögum á þessu risamóti. „Tilfinningin er bara fín og það er gaman að vera komin hingað á þetta risamót,“ segir Valdís Þóra i samtali við Golf.is. „Royal Lytham & St Annes er í hæsta gæðaflokki. Hann er aðeins mýkri en völlurinn í síðasta móti í Skotlandi.” „Það hefur rignt aðeins hérna s.l. daga. Völlurinn er með nokkrar langar par 4 holur og einnig nokkrar stuttar par 4. Markmiðið er að spila eins og vel og hægt er, og vonandi verður skorið gott.” Þetta er annað risamót Valdísar á ferlinum en hún spilaði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Hún verður með kylfubera frá Skotlandi. „Ég verð með kylfubera frá Skotlandi en hann var með mér í síðustu viku á mótinu í Skotlandi. Hann heitir Paul MacMichael og starfar sem kylfuberi á Gleneagles vellinum í Skotlandi,“ sagði Valdís. Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á fimmtudaginn á Opna breska meistaramótinu sem fer fram á Englandi um helgina. Valdís Þóra var við keppni á Opna skoska um síðustu helgi en komst þar ekki í gegnum niðurskurðinn eftir erfiðan fyrsta hring. Hún fór beint frá Opna skoska yfir til Englands þar sem hún hefur æft síðustu daga og er spennt fyrir komandi dögum á þessu risamóti. „Tilfinningin er bara fín og það er gaman að vera komin hingað á þetta risamót,“ segir Valdís Þóra i samtali við Golf.is. „Royal Lytham & St Annes er í hæsta gæðaflokki. Hann er aðeins mýkri en völlurinn í síðasta móti í Skotlandi.” „Það hefur rignt aðeins hérna s.l. daga. Völlurinn er með nokkrar langar par 4 holur og einnig nokkrar stuttar par 4. Markmiðið er að spila eins og vel og hægt er, og vonandi verður skorið gott.” Þetta er annað risamót Valdísar á ferlinum en hún spilaði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Hún verður með kylfubera frá Skotlandi. „Ég verð með kylfubera frá Skotlandi en hann var með mér í síðustu viku á mótinu í Skotlandi. Hann heitir Paul MacMichael og starfar sem kylfuberi á Gleneagles vellinum í Skotlandi,“ sagði Valdís.
Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira