Í beinni: Íslendingar keppa á heimsleikunum í CrossFit - dagur 2 Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 15:30 Oddrún Eik, Annie Mist, Katrín Tanja, Ragnheiður Sara og Björgvin Karl taka þátt í leikunum. Vísir/samsett Nú er komið að degi tvö eftir frídag á fimmtudag og keppendur á heimsleikunum í CrossFit byrja þennan föstudag, fyrir Verslunarmannahelgi, á því að keppa í grein sem nefnist Vígvöllurinn. Tólftu heimsleikarnir í crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 1. til 6. ágúst. Vísir mun fylgjast með leikunum og áframvarpa beinum útsendingum frá CrossFit-samtökunum. Fimm Íslendingar keppa í fullorðinsflokki á leikunum í ár og þrír í unglingaflokki. Það er ekki slæmt fyrir litla Ísland að eiga alls átta fulltrúa meðal besta crossfit-fólks í heimi. Björgvin Karl Guðmundsson er eini keppendanni í karlaflokki en þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir keppa allar í kvennaflokki. Frederick Aegidius, kærasti Anníe Mistar, er einnig með. Brynjar Ari Magnússon keppir í flokki stráka 14 til 15 ára, Birta Líf Þórarinsdóttir keppir í flokki stelpna 14 til 15 ára og Katla Björk Ketilsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í Crossfit, keppir síðan í flokki stelpna 16 til 17 ára. Fyrsti keppnnisdagurinn var á miðvikudaginn og þá fóru fara fram fjórar greinar. Þetta hefur verið kallaður erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikna í crossfit og í dag kemur í ljós hvernig okkar fólk og allir hinir koma undan honum. Allir sem keppa í fullorðinsflokki fengu frídag í gær til að jafna sig eftir þennan rosalega miðvikudag en núna er aftur komið að krefjandi degi.Dagskráin á degi 2 á heimsleikunum 2018: 5. grein - The Battleground - Vígvöllurinn 6. grein - Fibonacci æfingabraut Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgist með nýjustu vendingum á leikunum.
Nú er komið að degi tvö eftir frídag á fimmtudag og keppendur á heimsleikunum í CrossFit byrja þennan föstudag, fyrir Verslunarmannahelgi, á því að keppa í grein sem nefnist Vígvöllurinn. Tólftu heimsleikarnir í crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 1. til 6. ágúst. Vísir mun fylgjast með leikunum og áframvarpa beinum útsendingum frá CrossFit-samtökunum. Fimm Íslendingar keppa í fullorðinsflokki á leikunum í ár og þrír í unglingaflokki. Það er ekki slæmt fyrir litla Ísland að eiga alls átta fulltrúa meðal besta crossfit-fólks í heimi. Björgvin Karl Guðmundsson er eini keppendanni í karlaflokki en þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir keppa allar í kvennaflokki. Frederick Aegidius, kærasti Anníe Mistar, er einnig með. Brynjar Ari Magnússon keppir í flokki stráka 14 til 15 ára, Birta Líf Þórarinsdóttir keppir í flokki stelpna 14 til 15 ára og Katla Björk Ketilsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í Crossfit, keppir síðan í flokki stelpna 16 til 17 ára. Fyrsti keppnnisdagurinn var á miðvikudaginn og þá fóru fara fram fjórar greinar. Þetta hefur verið kallaður erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikna í crossfit og í dag kemur í ljós hvernig okkar fólk og allir hinir koma undan honum. Allir sem keppa í fullorðinsflokki fengu frídag í gær til að jafna sig eftir þennan rosalega miðvikudag en núna er aftur komið að krefjandi degi.Dagskráin á degi 2 á heimsleikunum 2018: 5. grein - The Battleground - Vígvöllurinn 6. grein - Fibonacci æfingabraut Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgist með nýjustu vendingum á leikunum.
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Sjá meira