Eins og í góðu hjónabandi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. júlí 2018 06:00 Gunnar, Björn og Jón stofnuðu tríóið Guitar Islancio fyrir 20 árum að frumkvæði Björns. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fyrir tuttugu árum stofnuðu gítarleikararnir Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson tríóið Guitar Islancio ásamt bassaleikaranum Jóni Rafnssyni. Í tilefni starfsafmælisins heldur tríóið tónleika í Listasafni Sigurjóns í kvöld, þriðjudaginn 31. júlí, klukkan 20.30. Þar mun tríóið fara yfir feril sinn og leika valin lög. Björn Thoroddsen var hvatamaður að stofnun tríósins. „Ég er hvatvís maður og þetta byrjaði þannig að ég hringdi í Gunna og spurði hvort hann væri til í að koma í hljómsveit með mér. Við höfðum spilað saman í Ríó tríói og ég hafði stundum fengið að vera með hljómsveitinni hans á Broadway. Svo áttum við heima hlið við hlið, ég á Njálsgötu, hann á Skarphéðinsgötu.“ „Það lá beint við að segja já,“ segir Gunnar. „Við höfðum spilað saman og náðum vel saman. Ég vissi að við færum ekki að spila Ríó-músík og mér fannst gaman að fara í aðra átt.“Átti að verða saumaklúbbur „Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvað við ættum að gera og sá fyrir mér að við myndum spila þjóðlög á kassagítar og Gunna leist vel á það,“ segir Björn. „Við fórum að hittast og fundum okkar styrkleika. Gunni áttaði sig á því í hverju ég var bestur og allir vita í hverju Gunni er bestur. Þetta var ekki flókið og gekk eins og smurð vél. Okkur langaði til að bæta við bassaleikara og Jón var nýfluttur í bæinn frá Akureyri. Mér fannst sjálfgefið að fá hann til liðs við okkur.“ Jón blandar sér í samræðurnar: „Ég hafði hitt Gunna fyrir tuttugu árum og við töluðum saman í fimm mínútur. Það voru einu kynni okkar áður en við fórum að spila saman.“ Gunnar skýtur inn: „Ég vissi ekkert hver þessi maður var!“ „Við vorum allir mjög uppteknir, sérstaklega Gunni sem var í sjónvarpsþáttum og ýmsu öðru. Þetta átti að vera hálfgerður saumaklúbbur en svo gerðum við plötu sem varð gullplata, sem er fáttítt í sögu djass- og instrumental tónlistar hér á landi. Allt í einu vorum við farnir að spila út um allt og fólk hringdi á öllum tímum,“ segir Björn. Velgengni erlendis Tríóið hefur spilað um alla Evrópu, í Kína, og í Bandaríkjunum og Kanada þar sem diskur kom út og einnig var gefinn út diskur í Japan. Spurðir hvaða lag njóti mestra vinsælda meðal aðdáenda þeirra nefna þeir Góða veislu gjöra skal, og segjast gjarnan hefja tónleika sína á því. Á afmælisárinu verður dagskrá víða um land. „Við byrjum í kvöld í Listasafni Sigurjóns og svo verður röð tónleika,“ segir Jón. „Í haust verða tónleikar þar sem til okkar koma gestir sem sumir hverjir hafa spilað með okkur áður. Egill Ólafsson er þar á meðal. Sömuleiðis Richard Gillis trompetleikari, Vestur-Íslendingur frá Kanada sem spilaði með okkur á tónleikum þar í landi og á plötu sem við gerðum þar. Þarna verður einnig Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og söngvari, sem spilar mikið með Jethro Tull og er uppáhaldshljóðfæraleikari Ians Anderson. Hún er algjör snillingur.“ Þeir félagar eru spurðir hvort þeim semji alltaf vel. Þeir segja svo vera. „Þetta er eins og í góðu hjónabandi, það eru ekki alltaf allir sammála, en við berum virðingu hver fyrir öðrum. Við erum mjög ólíkir karakterar. Það held ég að geri gæfumuninn, það er engin einsleitni heldur er mikil breidd í hópnum,“ segir Björn og bætir við: „Ég fann það strax árið 1998 að þarna var neisti sem mögulega væri hægt að gera bál úr. Það tókst okkur um tíma og nú er að sjá hvort við getum ekki kveikt í aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Fyrir tuttugu árum stofnuðu gítarleikararnir Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson tríóið Guitar Islancio ásamt bassaleikaranum Jóni Rafnssyni. Í tilefni starfsafmælisins heldur tríóið tónleika í Listasafni Sigurjóns í kvöld, þriðjudaginn 31. júlí, klukkan 20.30. Þar mun tríóið fara yfir feril sinn og leika valin lög. Björn Thoroddsen var hvatamaður að stofnun tríósins. „Ég er hvatvís maður og þetta byrjaði þannig að ég hringdi í Gunna og spurði hvort hann væri til í að koma í hljómsveit með mér. Við höfðum spilað saman í Ríó tríói og ég hafði stundum fengið að vera með hljómsveitinni hans á Broadway. Svo áttum við heima hlið við hlið, ég á Njálsgötu, hann á Skarphéðinsgötu.“ „Það lá beint við að segja já,“ segir Gunnar. „Við höfðum spilað saman og náðum vel saman. Ég vissi að við færum ekki að spila Ríó-músík og mér fannst gaman að fara í aðra átt.“Átti að verða saumaklúbbur „Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvað við ættum að gera og sá fyrir mér að við myndum spila þjóðlög á kassagítar og Gunna leist vel á það,“ segir Björn. „Við fórum að hittast og fundum okkar styrkleika. Gunni áttaði sig á því í hverju ég var bestur og allir vita í hverju Gunni er bestur. Þetta var ekki flókið og gekk eins og smurð vél. Okkur langaði til að bæta við bassaleikara og Jón var nýfluttur í bæinn frá Akureyri. Mér fannst sjálfgefið að fá hann til liðs við okkur.“ Jón blandar sér í samræðurnar: „Ég hafði hitt Gunna fyrir tuttugu árum og við töluðum saman í fimm mínútur. Það voru einu kynni okkar áður en við fórum að spila saman.“ Gunnar skýtur inn: „Ég vissi ekkert hver þessi maður var!“ „Við vorum allir mjög uppteknir, sérstaklega Gunni sem var í sjónvarpsþáttum og ýmsu öðru. Þetta átti að vera hálfgerður saumaklúbbur en svo gerðum við plötu sem varð gullplata, sem er fáttítt í sögu djass- og instrumental tónlistar hér á landi. Allt í einu vorum við farnir að spila út um allt og fólk hringdi á öllum tímum,“ segir Björn. Velgengni erlendis Tríóið hefur spilað um alla Evrópu, í Kína, og í Bandaríkjunum og Kanada þar sem diskur kom út og einnig var gefinn út diskur í Japan. Spurðir hvaða lag njóti mestra vinsælda meðal aðdáenda þeirra nefna þeir Góða veislu gjöra skal, og segjast gjarnan hefja tónleika sína á því. Á afmælisárinu verður dagskrá víða um land. „Við byrjum í kvöld í Listasafni Sigurjóns og svo verður röð tónleika,“ segir Jón. „Í haust verða tónleikar þar sem til okkar koma gestir sem sumir hverjir hafa spilað með okkur áður. Egill Ólafsson er þar á meðal. Sömuleiðis Richard Gillis trompetleikari, Vestur-Íslendingur frá Kanada sem spilaði með okkur á tónleikum þar í landi og á plötu sem við gerðum þar. Þarna verður einnig Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og söngvari, sem spilar mikið með Jethro Tull og er uppáhaldshljóðfæraleikari Ians Anderson. Hún er algjör snillingur.“ Þeir félagar eru spurðir hvort þeim semji alltaf vel. Þeir segja svo vera. „Þetta er eins og í góðu hjónabandi, það eru ekki alltaf allir sammála, en við berum virðingu hver fyrir öðrum. Við erum mjög ólíkir karakterar. Það held ég að geri gæfumuninn, það er engin einsleitni heldur er mikil breidd í hópnum,“ segir Björn og bætir við: „Ég fann það strax árið 1998 að þarna var neisti sem mögulega væri hægt að gera bál úr. Það tókst okkur um tíma og nú er að sjá hvort við getum ekki kveikt í aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira