Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2018 10:00 Þórunn með vænan urriða úr Skálavatni í Veiðivötnum Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Nú eru tölur komnar fyrir viku sjö í Veiðivötnum og þar sést að heildarveiðin fyrir liðna viku var 1.906 fiskar sem er alveg prýðilegt. Þegar betur er rýnt í veiðitölurnar sést að það veiðist ennþá feyknamikið af bleikju í Snjóölduvatni og í heildina eru komnar 4.537 bleikjur úr vatninu á móti 164 urriðum. Úr Snjóölduvatni hefur komið 4.701 fiskur í það heila og er vatnið það aflahæsta úr vötnunum í sumar. Litlisjór er þar næstur með heildarveiði uppá 4.031 fisk. Mesta veiðin í þessari viku var í Nýjavatni en þar veiddust 410 fiskar og síðan 337 í Skyggnisvatni þannig að þessi tvö vötn hafa um helming afheildarveiði liðinnar viku. Heildarveiðitala sumarsins er komin í um 18.000 fiska en heildarveiðin í fyrra var 20.315 fiskar svo það vantar ennþá nokkuð uppá að ná þeirri tölu. Veður hefur verið ansi rysjótt í sumar eins og veiðimenn hafa tekið eftir og síðustu tvo daga hefur verið afleitt veður á hálendinu svo það hefur örugglega verið erfitt að standa vaktina við veiði og vonast til þess að eitthvað bíti á. Mest lesið 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði 197 laxar gengnir í gegnum teljarann í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði
Nú eru tölur komnar fyrir viku sjö í Veiðivötnum og þar sést að heildarveiðin fyrir liðna viku var 1.906 fiskar sem er alveg prýðilegt. Þegar betur er rýnt í veiðitölurnar sést að það veiðist ennþá feyknamikið af bleikju í Snjóölduvatni og í heildina eru komnar 4.537 bleikjur úr vatninu á móti 164 urriðum. Úr Snjóölduvatni hefur komið 4.701 fiskur í það heila og er vatnið það aflahæsta úr vötnunum í sumar. Litlisjór er þar næstur með heildarveiði uppá 4.031 fisk. Mesta veiðin í þessari viku var í Nýjavatni en þar veiddust 410 fiskar og síðan 337 í Skyggnisvatni þannig að þessi tvö vötn hafa um helming afheildarveiði liðinnar viku. Heildarveiðitala sumarsins er komin í um 18.000 fiska en heildarveiðin í fyrra var 20.315 fiskar svo það vantar ennþá nokkuð uppá að ná þeirri tölu. Veður hefur verið ansi rysjótt í sumar eins og veiðimenn hafa tekið eftir og síðustu tvo daga hefur verið afleitt veður á hálendinu svo það hefur örugglega verið erfitt að standa vaktina við veiði og vonast til þess að eitthvað bíti á.
Mest lesið 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði 197 laxar gengnir í gegnum teljarann í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði