Stórbleikja úr Eyjafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2018 09:15 Ágúst Máni og 77 sm bleikjan. Mynd: Eyjafjarðará FB Veiðin í Eyjafjarðará er að komast vel í gang enda er þetta tíminn þegar stærstu sjóbleikjugöngurnar eru að mæta í árnar. Samkvæmt okkar heimildum norðan heiða hefur veiðin verið með ágætum í ánni í sumar og þar eru að veiðast rígvænar bleikjur reglulega og er haft eftir veiðimönnum að sjaldan hafi stórbleikjuhlutfallið verið jafn gott og í sumar. Það eru þó varla margar afsama stærðarflokki og sú sem veiddist þar í gær en sú mældist 77 sm löng og er með þeim stærstu sem hafa veiðst í ánni undanfarin ár en hún veiddist á svæði 5. Veiðimaðurinn var Ágúst Máni Ágústsson og honum til halds og trausts var karl faðir hans, Ágúst Ásgrímsson. Sjóbleikjuárnar eru að taka við sér þessa dagana með auknum göngum og af því sem við höfum verið að heyra úr t.d. Hörgsá, Ólafsfjarðará, Hópinu, Fnjóská og Fljótaá þá er greinilegt að þetta er gott ár fyrir sjóbleikjuna því það eru góðar göngur og bleikjan er væn og vel haldin. Fyrir ykkur sem eruð að fara í sjóbleikju vildum við bara minna ykkur á að gleyma ekki að taka með Bleik og blá straumfluguna, alveg mögnuð í sjóbleikjuna. Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Styrkveitingar frá Íslensku fluguveiðisýningunni Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði
Veiðin í Eyjafjarðará er að komast vel í gang enda er þetta tíminn þegar stærstu sjóbleikjugöngurnar eru að mæta í árnar. Samkvæmt okkar heimildum norðan heiða hefur veiðin verið með ágætum í ánni í sumar og þar eru að veiðast rígvænar bleikjur reglulega og er haft eftir veiðimönnum að sjaldan hafi stórbleikjuhlutfallið verið jafn gott og í sumar. Það eru þó varla margar afsama stærðarflokki og sú sem veiddist þar í gær en sú mældist 77 sm löng og er með þeim stærstu sem hafa veiðst í ánni undanfarin ár en hún veiddist á svæði 5. Veiðimaðurinn var Ágúst Máni Ágústsson og honum til halds og trausts var karl faðir hans, Ágúst Ásgrímsson. Sjóbleikjuárnar eru að taka við sér þessa dagana með auknum göngum og af því sem við höfum verið að heyra úr t.d. Hörgsá, Ólafsfjarðará, Hópinu, Fnjóská og Fljótaá þá er greinilegt að þetta er gott ár fyrir sjóbleikjuna því það eru góðar göngur og bleikjan er væn og vel haldin. Fyrir ykkur sem eruð að fara í sjóbleikju vildum við bara minna ykkur á að gleyma ekki að taka með Bleik og blá straumfluguna, alveg mögnuð í sjóbleikjuna.
Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Styrkveitingar frá Íslensku fluguveiðisýningunni Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði