Þrjú kynferðisbrot á borði lögreglu í Vestmannaeyjum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 19:20 lls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Vísir/Óskar Pétur Friðriksson Lögreglan í Vestmannaeyjum telur að 15 þúsund manns hafi sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár og hátíðin sé með þeim stærstu sem hafi verið haldin. Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar og komu fimm líkamsárásir inn á borð lögreglu. Þar að auki komu upp 35 fíkniefnamál. Alls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Þá voru tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. Þar kemur einnig fram að sex óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi sinnt fíkniefnaeftirliti og hafi þeir haft þrjá til fjóra fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar. Heildarfjöldi fíkniefnamála sem kom upp var 35 og er talið að tvö þeirra tengist sölu fíkniefna. Í fyrra voru þau 47, árið 2016 voru þau 30 og árið 2015 voru þau 72. „Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en oft áður,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram eru þrjú kynferðisbrot til rannsóknar. Ein kona varð fyrir kynferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags og í hinum tveimur er uppi grunur um misneytingu, eins og það er orðað í tilkynningunni. Kærur liggja ekki fyrir í málunum. Alvarlegasta líkamsárásin, af fimm, var spark í líkama sem olli innvortis blæðingum og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Önnur alvarleg árás olli nefbroti og hinar þrjár minniháttar áverkum. Kærur liggja fyrir vegna tveggja árása og var ein árásin heimilisofbeldismál. Önnur brot voru sex eignaspjöll, fimm auðgunarbrot, eitt húsbrot, ein hótun, fimm áfengislagabrot, fjórir fíknefnaakstrar og einn ölvunarakstur. „Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Veður setti strik í reikninginn á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en þjóðhátíðargestir voru almennt vel búnir og vel gekk að koma fólki í skjól í íþróttahúsi sem þurfti á því að halda. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum telur að 15 þúsund manns hafi sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár og hátíðin sé með þeim stærstu sem hafi verið haldin. Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar og komu fimm líkamsárásir inn á borð lögreglu. Þar að auki komu upp 35 fíkniefnamál. Alls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Þá voru tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. Þar kemur einnig fram að sex óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi sinnt fíkniefnaeftirliti og hafi þeir haft þrjá til fjóra fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar. Heildarfjöldi fíkniefnamála sem kom upp var 35 og er talið að tvö þeirra tengist sölu fíkniefna. Í fyrra voru þau 47, árið 2016 voru þau 30 og árið 2015 voru þau 72. „Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en oft áður,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram eru þrjú kynferðisbrot til rannsóknar. Ein kona varð fyrir kynferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags og í hinum tveimur er uppi grunur um misneytingu, eins og það er orðað í tilkynningunni. Kærur liggja ekki fyrir í málunum. Alvarlegasta líkamsárásin, af fimm, var spark í líkama sem olli innvortis blæðingum og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Önnur alvarleg árás olli nefbroti og hinar þrjár minniháttar áverkum. Kærur liggja fyrir vegna tveggja árása og var ein árásin heimilisofbeldismál. Önnur brot voru sex eignaspjöll, fimm auðgunarbrot, eitt húsbrot, ein hótun, fimm áfengislagabrot, fjórir fíknefnaakstrar og einn ölvunarakstur. „Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Veður setti strik í reikninginn á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en þjóðhátíðargestir voru almennt vel búnir og vel gekk að koma fólki í skjól í íþróttahúsi sem þurfti á því að halda. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira