Þrjú kynferðisbrot á borði lögreglu í Vestmannaeyjum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 19:20 lls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Vísir/Óskar Pétur Friðriksson Lögreglan í Vestmannaeyjum telur að 15 þúsund manns hafi sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár og hátíðin sé með þeim stærstu sem hafi verið haldin. Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar og komu fimm líkamsárásir inn á borð lögreglu. Þar að auki komu upp 35 fíkniefnamál. Alls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Þá voru tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. Þar kemur einnig fram að sex óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi sinnt fíkniefnaeftirliti og hafi þeir haft þrjá til fjóra fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar. Heildarfjöldi fíkniefnamála sem kom upp var 35 og er talið að tvö þeirra tengist sölu fíkniefna. Í fyrra voru þau 47, árið 2016 voru þau 30 og árið 2015 voru þau 72. „Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en oft áður,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram eru þrjú kynferðisbrot til rannsóknar. Ein kona varð fyrir kynferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags og í hinum tveimur er uppi grunur um misneytingu, eins og það er orðað í tilkynningunni. Kærur liggja ekki fyrir í málunum. Alvarlegasta líkamsárásin, af fimm, var spark í líkama sem olli innvortis blæðingum og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Önnur alvarleg árás olli nefbroti og hinar þrjár minniháttar áverkum. Kærur liggja fyrir vegna tveggja árása og var ein árásin heimilisofbeldismál. Önnur brot voru sex eignaspjöll, fimm auðgunarbrot, eitt húsbrot, ein hótun, fimm áfengislagabrot, fjórir fíknefnaakstrar og einn ölvunarakstur. „Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Veður setti strik í reikninginn á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en þjóðhátíðargestir voru almennt vel búnir og vel gekk að koma fólki í skjól í íþróttahúsi sem þurfti á því að halda. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum telur að 15 þúsund manns hafi sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár og hátíðin sé með þeim stærstu sem hafi verið haldin. Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar og komu fimm líkamsárásir inn á borð lögreglu. Þar að auki komu upp 35 fíkniefnamál. Alls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Þá voru tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. Þar kemur einnig fram að sex óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi sinnt fíkniefnaeftirliti og hafi þeir haft þrjá til fjóra fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar. Heildarfjöldi fíkniefnamála sem kom upp var 35 og er talið að tvö þeirra tengist sölu fíkniefna. Í fyrra voru þau 47, árið 2016 voru þau 30 og árið 2015 voru þau 72. „Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en oft áður,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram eru þrjú kynferðisbrot til rannsóknar. Ein kona varð fyrir kynferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags og í hinum tveimur er uppi grunur um misneytingu, eins og það er orðað í tilkynningunni. Kærur liggja ekki fyrir í málunum. Alvarlegasta líkamsárásin, af fimm, var spark í líkama sem olli innvortis blæðingum og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Önnur alvarleg árás olli nefbroti og hinar þrjár minniháttar áverkum. Kærur liggja fyrir vegna tveggja árása og var ein árásin heimilisofbeldismál. Önnur brot voru sex eignaspjöll, fimm auðgunarbrot, eitt húsbrot, ein hótun, fimm áfengislagabrot, fjórir fíknefnaakstrar og einn ölvunarakstur. „Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Veður setti strik í reikninginn á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en þjóðhátíðargestir voru almennt vel búnir og vel gekk að koma fólki í skjól í íþróttahúsi sem þurfti á því að halda. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira