Brotist inn og íbúðin lögð í rúst: „Maður er svo berskjaldaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 12:18 Andrea Sif Hilmarsdóttir segir að sér finnist sárast að búið var að rústa módelinu sem hú gerði af deiliskipulagi í Reykjanesbæ. Andrea Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um sex leytið í gær tilkynnt að brotist hefði verið inn í íbúð í Berjarima í Grafarvogi og hún lögð í rúst. Andrea Sif Hilmarsdóttir, sem býr í íbúðinni með kærasta sínum og fjögurra ára dóttur þeirra, skrifaði stöðuuppfærslu í Facebookhópinn Íbúar í Grafarvogi þar sem hún biðlar til íbúa að láta sig eða lögreglu vita ef þeir búa yfir vitneskju um innbrotið. Andrea og fjölskylda voru síðast í íbúðinni klukkan eitt í gær en það var þá sem þau keyrðu út á flugvöll til að fara til Kaupmannahafnar. Athugull nágranni Andreu tók eftir því að opið var inn til þeirra. Hann leit inn og var talsvert brugðið þegar hann sá að búið var að leggja íbúðina í rúst. Nágranninn tilkynnti þetta strax til lögreglu.Miklar skemmdir á innanstokksmunum og matur úti um allt „Það var búið að dreifa mat út um allt, allur matur sem leyndist inn í skápunum og ísskápnum, það var bara búið að dreifa honum út um allt; fara með inn í svefnherbergi og upp í rúm og út um allt,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu. Búið var að krota á hurð og veggi og rífa ljósmyndir af fjögurra ára dóttur þeirra í tætlur. Það sem vekur furðu er að svo virðist sem engu hafi verið stolið, fyrir utan lyklum að íbúðinni. „Við höfum náttúrulega ekki farið þarna en af myndum að dæma þá virðist ekkert hafa verið tekið og bara munir skemmdir.“ Andrea hefur fengið þær upplýsingar frá lögreglu að fótsporin inn í íbúðinni hafi verið fremur lítil sem bendi þá til þess að skemmdarvargarnir séu ungir að árum. Margra daga vinna farin í súginn „Það sem mér finnst kannski verst, þar sem ég er arkitekt, er að ég var að klára módel af deiliskipulagi í Reykjanesbæ sem var á eldhúsborðinu og var rústað. Þarna var margra daga vinna – dag og nótt – farin á einu bretti.“ Þá segir Andrea að henni þyki virkilega óþægileg tilhugsun að ókunnugir hefðu rótað til inn í svefnherberginu sem eigi að vera griðastaður. „Þeir voru búnir að taka af rúmunum og opna fataskápinn hjá mér. Maður er svo berskjaldaður og það verður örugglega ekki þægilegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt,“ segir Andrea sem flýgur heim annað kvöld. Andrea segir að lögreglan hafi engan grunaðan að svo stöddu en málið er áfram í rannsókn. „Þeir voru þarna í allt gærkvöld að rannsaka; taka fingraför og skóför og svo framvegis. Ætli þetta sé ekki bara í ferli hjá þeim í dag.“ Andrea vill koma þeim skilaboðum áleiðis til lesenda að láta sig eða lögreglu vita ef þeir telja sig búa yfir upplýsingum um innbrotið. Þá biðlar hún til foreldra í hverfinu að láta sig vita ef þeir finna lyklakippu með viðarkúlu á og nokkrum lyklum. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um sex leytið í gær tilkynnt að brotist hefði verið inn í íbúð í Berjarima í Grafarvogi og hún lögð í rúst. Andrea Sif Hilmarsdóttir, sem býr í íbúðinni með kærasta sínum og fjögurra ára dóttur þeirra, skrifaði stöðuuppfærslu í Facebookhópinn Íbúar í Grafarvogi þar sem hún biðlar til íbúa að láta sig eða lögreglu vita ef þeir búa yfir vitneskju um innbrotið. Andrea og fjölskylda voru síðast í íbúðinni klukkan eitt í gær en það var þá sem þau keyrðu út á flugvöll til að fara til Kaupmannahafnar. Athugull nágranni Andreu tók eftir því að opið var inn til þeirra. Hann leit inn og var talsvert brugðið þegar hann sá að búið var að leggja íbúðina í rúst. Nágranninn tilkynnti þetta strax til lögreglu.Miklar skemmdir á innanstokksmunum og matur úti um allt „Það var búið að dreifa mat út um allt, allur matur sem leyndist inn í skápunum og ísskápnum, það var bara búið að dreifa honum út um allt; fara með inn í svefnherbergi og upp í rúm og út um allt,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu. Búið var að krota á hurð og veggi og rífa ljósmyndir af fjögurra ára dóttur þeirra í tætlur. Það sem vekur furðu er að svo virðist sem engu hafi verið stolið, fyrir utan lyklum að íbúðinni. „Við höfum náttúrulega ekki farið þarna en af myndum að dæma þá virðist ekkert hafa verið tekið og bara munir skemmdir.“ Andrea hefur fengið þær upplýsingar frá lögreglu að fótsporin inn í íbúðinni hafi verið fremur lítil sem bendi þá til þess að skemmdarvargarnir séu ungir að árum. Margra daga vinna farin í súginn „Það sem mér finnst kannski verst, þar sem ég er arkitekt, er að ég var að klára módel af deiliskipulagi í Reykjanesbæ sem var á eldhúsborðinu og var rústað. Þarna var margra daga vinna – dag og nótt – farin á einu bretti.“ Þá segir Andrea að henni þyki virkilega óþægileg tilhugsun að ókunnugir hefðu rótað til inn í svefnherberginu sem eigi að vera griðastaður. „Þeir voru búnir að taka af rúmunum og opna fataskápinn hjá mér. Maður er svo berskjaldaður og það verður örugglega ekki þægilegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt,“ segir Andrea sem flýgur heim annað kvöld. Andrea segir að lögreglan hafi engan grunaðan að svo stöddu en málið er áfram í rannsókn. „Þeir voru þarna í allt gærkvöld að rannsaka; taka fingraför og skóför og svo framvegis. Ætli þetta sé ekki bara í ferli hjá þeim í dag.“ Andrea vill koma þeim skilaboðum áleiðis til lesenda að láta sig eða lögreglu vita ef þeir telja sig búa yfir upplýsingum um innbrotið. Þá biðlar hún til foreldra í hverfinu að láta sig vita ef þeir finna lyklakippu með viðarkúlu á og nokkrum lyklum.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira