Ætla sér í úrslitaleik gegn Ajax Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2018 10:30 Þór/KA hefur leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. vísir/þórir Íslandsmeistarar Þórs/KA eru nú staddar í Norður-Írlandi þar sem þær munu taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrirkomulagið er þannig að fjögur lið leika í riðli og kemst efsta lið riðilsins áfram í 32-liða úrslit keppninnar en Þór/KA hefur tvívegis leikið í Meistaradeild Evrópu og fór liðið í bæði skiptin beint í 32-liða úrslit. Þór/KA er í riðli með Norður-Írlandsmeisturum Linfield, Írlandsmeisturum Wexford Youths og hollenska stórveldinu Ajax sem kemur inn í keppnina sem bikarmeistari Hollands. Donni: Ætlum okkur áfram úr riðlinumDonni, þjálfari Þórs/KA.vísir/eyþórÁ heimasíðu Þórs má finna veglega upphitun fyrir keppnina þar sem meðal annars er ítarlegt viðtal við þjálfara liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, jafnan kallaður Donni. „Þetta verður mikil reynsla fyrir okkur öll. Fyrir Þór/KA, fyrir stelpurnar, fyrir mig og okkur öll sem standa að þessu. Þetta er búið að vera mikið ferli og mikið umstang fyrir þessa keppni. Þetta er stórt tækifæri fyrir leikmennina að sýna sig og verður án efa mjög gaman,“ segir Donni. Hann kveðst hafa kynnt sér andstæðingana vel og reiknar með Ajax sem sterkasta liðinu. „Við vitum mest um Ajax. Ég er með aðgang að mörgum leikjum hjá þeim. Þær eru sterkasta liðið, eru í efsta styrkleikaflokknum í riðlinum. Það verður klárlega erfiðasti leikurinn. Ef allt er eðlilegt verður það úrslitaleikurinn í riðlinum,“ segir Donni í samtali við Þórsport sem sjá má í heild sinni neðst í fréttinni. Leikið á gervigrasi í kvöldÞór/KA hefur leik í kvöld gegn heimakonum í Linfield og hefst leikurinn klukkan 18:30. Allir leikir riðlakeppninnar fara fram í höfuðborginni Belfast en í kvöld spilar Þór/KA á Seaview leikvangnum þar sem er gervigras. Völlurinn tekur tæplega 3500 manns í sæti.Á heimasíðu Þórs má einnig nálgast upphitunarpistla fyrir hvern leik. Þar segir jafnframt að til standi að sýna leikina beint í gegnum Youtube-síðu félagsins. Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Íslandsmeistarar Þórs/KA eru nú staddar í Norður-Írlandi þar sem þær munu taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrirkomulagið er þannig að fjögur lið leika í riðli og kemst efsta lið riðilsins áfram í 32-liða úrslit keppninnar en Þór/KA hefur tvívegis leikið í Meistaradeild Evrópu og fór liðið í bæði skiptin beint í 32-liða úrslit. Þór/KA er í riðli með Norður-Írlandsmeisturum Linfield, Írlandsmeisturum Wexford Youths og hollenska stórveldinu Ajax sem kemur inn í keppnina sem bikarmeistari Hollands. Donni: Ætlum okkur áfram úr riðlinumDonni, þjálfari Þórs/KA.vísir/eyþórÁ heimasíðu Þórs má finna veglega upphitun fyrir keppnina þar sem meðal annars er ítarlegt viðtal við þjálfara liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, jafnan kallaður Donni. „Þetta verður mikil reynsla fyrir okkur öll. Fyrir Þór/KA, fyrir stelpurnar, fyrir mig og okkur öll sem standa að þessu. Þetta er búið að vera mikið ferli og mikið umstang fyrir þessa keppni. Þetta er stórt tækifæri fyrir leikmennina að sýna sig og verður án efa mjög gaman,“ segir Donni. Hann kveðst hafa kynnt sér andstæðingana vel og reiknar með Ajax sem sterkasta liðinu. „Við vitum mest um Ajax. Ég er með aðgang að mörgum leikjum hjá þeim. Þær eru sterkasta liðið, eru í efsta styrkleikaflokknum í riðlinum. Það verður klárlega erfiðasti leikurinn. Ef allt er eðlilegt verður það úrslitaleikurinn í riðlinum,“ segir Donni í samtali við Þórsport sem sjá má í heild sinni neðst í fréttinni. Leikið á gervigrasi í kvöldÞór/KA hefur leik í kvöld gegn heimakonum í Linfield og hefst leikurinn klukkan 18:30. Allir leikir riðlakeppninnar fara fram í höfuðborginni Belfast en í kvöld spilar Þór/KA á Seaview leikvangnum þar sem er gervigras. Völlurinn tekur tæplega 3500 manns í sæti.Á heimasíðu Þórs má einnig nálgast upphitunarpistla fyrir hvern leik. Þar segir jafnframt að til standi að sýna leikina beint í gegnum Youtube-síðu félagsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira