Kanada og Sádí-Arabía í hár saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 06:20 Mannréttindabaráttukonan Samar Badawi er meðal þeirra sem er í haldi sádí-arabískra stjórnvalda. Vísir/EPA Ríkisflugfélag Sádí-Arabíu hefur stöðvað áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Toronto. Ákvörðunin er nýjasta útspilið í deilum ríkjanna tveggja, sem raktar eru til ákalls kanadískra stjórnvalda um að samviskuföngum yrði sleppt úr haldi í Sádí-Arabíu. Deilurnar hafa stigmagnast yfir helgina. Búið er að vísa sendiherra Kanada í Sádí-Arabíu úr landi ásamt því að stöðva öll viðskipti milli ríkjanna. Sádí-Arabar saka Kanadamenn um að hlutast til í innanríkismálum sínum en stjórnvöld í Ottawa eru hvergi bangin og segjast ætla að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum. Þannig er haft eftir utanríkisráðherra Kanada á vef breska ríkisútvarpsins að kanadískum stjórnvöldum þyki miður að búið sé að vísa sendiherra þeirra frá Sádí-Arabíu. Engu að síður ætli Kanadamenn að standa vörð um tjáningarfrelsið, réttindi kvenna og önnur mannréttindi - sama hvar brotið sé á þeim. „Við munum ekki hika við að tala fyrir þessum gildum og trúum því að umræður séu kjarni alþjóðastjórnmála,“ segir Crystia Freeland. Sádí-arabíski starfsbróðir hennar, Adel al-Jubeir, hefur áður lýst því yfir að afstaða kanadískra stjórnvalda byggi á villandi upplýsingum. Þar að auki njóti allir í haldi sádí-arabískra stjórnvalda ákveðinna réttinda. Ein umdeildasta birtingarmynd deilunnar er tíst sem birtist á Twitter-reikningi sem á vef BBC er sagður tengjast stjórnvöldum í Ríad. Í tístinu má sjá mynd af flugvél sem virðist fljúga í átt að einu þekktasta kennileiti Toronto, CN-turninum. Við myndina er skrifað að ekki skuli „vasast í því sem ekki kemur manni við.“ Netverjar voru ekki lengi að benda á líkindin milli tístsins og atburðanna 11. september árið 2001.More very concerning rhetoric emerging from #SaudiArabia, once again involving aviation.In Saudi's latest rift, now with #Canada — an account connected to the Saudi Royal Court has published images with text of an @AirCanada Boeing 767 descending towards CN Tower in Toronto pic.twitter.com/FKcrikI5QD— Alex Macheras (@AlexInAir) August 6, 2018 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Sjá meira
Ríkisflugfélag Sádí-Arabíu hefur stöðvað áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Toronto. Ákvörðunin er nýjasta útspilið í deilum ríkjanna tveggja, sem raktar eru til ákalls kanadískra stjórnvalda um að samviskuföngum yrði sleppt úr haldi í Sádí-Arabíu. Deilurnar hafa stigmagnast yfir helgina. Búið er að vísa sendiherra Kanada í Sádí-Arabíu úr landi ásamt því að stöðva öll viðskipti milli ríkjanna. Sádí-Arabar saka Kanadamenn um að hlutast til í innanríkismálum sínum en stjórnvöld í Ottawa eru hvergi bangin og segjast ætla að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum. Þannig er haft eftir utanríkisráðherra Kanada á vef breska ríkisútvarpsins að kanadískum stjórnvöldum þyki miður að búið sé að vísa sendiherra þeirra frá Sádí-Arabíu. Engu að síður ætli Kanadamenn að standa vörð um tjáningarfrelsið, réttindi kvenna og önnur mannréttindi - sama hvar brotið sé á þeim. „Við munum ekki hika við að tala fyrir þessum gildum og trúum því að umræður séu kjarni alþjóðastjórnmála,“ segir Crystia Freeland. Sádí-arabíski starfsbróðir hennar, Adel al-Jubeir, hefur áður lýst því yfir að afstaða kanadískra stjórnvalda byggi á villandi upplýsingum. Þar að auki njóti allir í haldi sádí-arabískra stjórnvalda ákveðinna réttinda. Ein umdeildasta birtingarmynd deilunnar er tíst sem birtist á Twitter-reikningi sem á vef BBC er sagður tengjast stjórnvöldum í Ríad. Í tístinu má sjá mynd af flugvél sem virðist fljúga í átt að einu þekktasta kennileiti Toronto, CN-turninum. Við myndina er skrifað að ekki skuli „vasast í því sem ekki kemur manni við.“ Netverjar voru ekki lengi að benda á líkindin milli tístsins og atburðanna 11. september árið 2001.More very concerning rhetoric emerging from #SaudiArabia, once again involving aviation.In Saudi's latest rift, now with #Canada — an account connected to the Saudi Royal Court has published images with text of an @AirCanada Boeing 767 descending towards CN Tower in Toronto pic.twitter.com/FKcrikI5QD— Alex Macheras (@AlexInAir) August 6, 2018
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Sjá meira