Horfði á tjaldið fjúka inn í nóttina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2018 12:30 Sara Kristín Þorleifsdóttir fann aldeilis fyrir veðrinu í Eyjum í gær. Mynd/Facebook Um þrjú til fjögur hundruð manns leituðu sér skjóls í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt þar sem tjöld fuku um Herjólfsdal. Gul viðvörun var í gildi vegna hvassviðris sem þó hafði ekki áhrif á skemmtanagildi þorra þjóðhátíðargesta. Gul viðvörun gefur til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög átakamiklu veðri, en slík viðvörun var sunnan til á landinu í gærkvöldi. Mikið hvassviðri var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem undirrituð var stödd í nótt. Viðbragðsáætlun var í gildi hjá Þjóðhátíðarnefnd sem opnaði íþróttahúsið þar sem fjölmargir veðurbarnir gestir leituðu sér skjóls. Sara Kristín Þorleifsdóttir var ein þeirra, en hún horfði á tjald sitt fjúka inn í nóttina. „Efst á tjaldsvæðinu voru tjöld út um allt og mörg þeirra brotin. Það var mjög mikill vindur. Tjaldið mitt lagðist nánast saman þegar ég var inni í því. Við fórum og gistum í íþróttahúsinu þar sem allt var rennandi blautt eftir rigninguna á tjaldsvæðinu. Þegar við komum inn í húsið klukkan fimm í nótt var hellingur af fólki þar,“ segir Sara Kristín Þorleifsdóttir.Veðrið fór örlítið betur með tjöldin í Herjólfsdal á Þjóðhátíð árið 2015.Vísir/VilhelmÞrátt fyrir tjaldfok segir hún veðrið ekki hafa haft áhrif á skemmtun gesta. Talsmaður þjóðhátíðarnefndar tekur undir með henni og segir að fjölmargir hafi tekið þátt í vel heppnuðum brekkusöng. „Það var erfitt framan af, mikill vindur. Fólk virtist ekki ætla að láta hann neitt á sig fá og mætti vel í brekkuna. Við heldum okkar striki varðandi dagskránna þrátt fyrir veðurfar. Ég heyrði að það hefðu verið milli 300-400 manns sem leituðu sér skjóls inni í íþróttaheimili,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður Þjóðhátíðarnefndar. Þá vill hann þakka þjóðhátíðargestum fyrir frábæra helgi. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Um þrjú til fjögur hundruð manns leituðu sér skjóls í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt þar sem tjöld fuku um Herjólfsdal. Gul viðvörun var í gildi vegna hvassviðris sem þó hafði ekki áhrif á skemmtanagildi þorra þjóðhátíðargesta. Gul viðvörun gefur til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög átakamiklu veðri, en slík viðvörun var sunnan til á landinu í gærkvöldi. Mikið hvassviðri var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem undirrituð var stödd í nótt. Viðbragðsáætlun var í gildi hjá Þjóðhátíðarnefnd sem opnaði íþróttahúsið þar sem fjölmargir veðurbarnir gestir leituðu sér skjóls. Sara Kristín Þorleifsdóttir var ein þeirra, en hún horfði á tjald sitt fjúka inn í nóttina. „Efst á tjaldsvæðinu voru tjöld út um allt og mörg þeirra brotin. Það var mjög mikill vindur. Tjaldið mitt lagðist nánast saman þegar ég var inni í því. Við fórum og gistum í íþróttahúsinu þar sem allt var rennandi blautt eftir rigninguna á tjaldsvæðinu. Þegar við komum inn í húsið klukkan fimm í nótt var hellingur af fólki þar,“ segir Sara Kristín Þorleifsdóttir.Veðrið fór örlítið betur með tjöldin í Herjólfsdal á Þjóðhátíð árið 2015.Vísir/VilhelmÞrátt fyrir tjaldfok segir hún veðrið ekki hafa haft áhrif á skemmtun gesta. Talsmaður þjóðhátíðarnefndar tekur undir með henni og segir að fjölmargir hafi tekið þátt í vel heppnuðum brekkusöng. „Það var erfitt framan af, mikill vindur. Fólk virtist ekki ætla að láta hann neitt á sig fá og mætti vel í brekkuna. Við heldum okkar striki varðandi dagskránna þrátt fyrir veðurfar. Ég heyrði að það hefðu verið milli 300-400 manns sem leituðu sér skjóls inni í íþróttaheimili,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður Þjóðhátíðarnefndar. Þá vill hann þakka þjóðhátíðargestum fyrir frábæra helgi.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30