Horfði á tjaldið fjúka inn í nóttina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2018 12:30 Sara Kristín Þorleifsdóttir fann aldeilis fyrir veðrinu í Eyjum í gær. Mynd/Facebook Um þrjú til fjögur hundruð manns leituðu sér skjóls í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt þar sem tjöld fuku um Herjólfsdal. Gul viðvörun var í gildi vegna hvassviðris sem þó hafði ekki áhrif á skemmtanagildi þorra þjóðhátíðargesta. Gul viðvörun gefur til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög átakamiklu veðri, en slík viðvörun var sunnan til á landinu í gærkvöldi. Mikið hvassviðri var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem undirrituð var stödd í nótt. Viðbragðsáætlun var í gildi hjá Þjóðhátíðarnefnd sem opnaði íþróttahúsið þar sem fjölmargir veðurbarnir gestir leituðu sér skjóls. Sara Kristín Þorleifsdóttir var ein þeirra, en hún horfði á tjald sitt fjúka inn í nóttina. „Efst á tjaldsvæðinu voru tjöld út um allt og mörg þeirra brotin. Það var mjög mikill vindur. Tjaldið mitt lagðist nánast saman þegar ég var inni í því. Við fórum og gistum í íþróttahúsinu þar sem allt var rennandi blautt eftir rigninguna á tjaldsvæðinu. Þegar við komum inn í húsið klukkan fimm í nótt var hellingur af fólki þar,“ segir Sara Kristín Þorleifsdóttir.Veðrið fór örlítið betur með tjöldin í Herjólfsdal á Þjóðhátíð árið 2015.Vísir/VilhelmÞrátt fyrir tjaldfok segir hún veðrið ekki hafa haft áhrif á skemmtun gesta. Talsmaður þjóðhátíðarnefndar tekur undir með henni og segir að fjölmargir hafi tekið þátt í vel heppnuðum brekkusöng. „Það var erfitt framan af, mikill vindur. Fólk virtist ekki ætla að láta hann neitt á sig fá og mætti vel í brekkuna. Við heldum okkar striki varðandi dagskránna þrátt fyrir veðurfar. Ég heyrði að það hefðu verið milli 300-400 manns sem leituðu sér skjóls inni í íþróttaheimili,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður Þjóðhátíðarnefndar. Þá vill hann þakka þjóðhátíðargestum fyrir frábæra helgi. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira
Um þrjú til fjögur hundruð manns leituðu sér skjóls í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt þar sem tjöld fuku um Herjólfsdal. Gul viðvörun var í gildi vegna hvassviðris sem þó hafði ekki áhrif á skemmtanagildi þorra þjóðhátíðargesta. Gul viðvörun gefur til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög átakamiklu veðri, en slík viðvörun var sunnan til á landinu í gærkvöldi. Mikið hvassviðri var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem undirrituð var stödd í nótt. Viðbragðsáætlun var í gildi hjá Þjóðhátíðarnefnd sem opnaði íþróttahúsið þar sem fjölmargir veðurbarnir gestir leituðu sér skjóls. Sara Kristín Þorleifsdóttir var ein þeirra, en hún horfði á tjald sitt fjúka inn í nóttina. „Efst á tjaldsvæðinu voru tjöld út um allt og mörg þeirra brotin. Það var mjög mikill vindur. Tjaldið mitt lagðist nánast saman þegar ég var inni í því. Við fórum og gistum í íþróttahúsinu þar sem allt var rennandi blautt eftir rigninguna á tjaldsvæðinu. Þegar við komum inn í húsið klukkan fimm í nótt var hellingur af fólki þar,“ segir Sara Kristín Þorleifsdóttir.Veðrið fór örlítið betur með tjöldin í Herjólfsdal á Þjóðhátíð árið 2015.Vísir/VilhelmÞrátt fyrir tjaldfok segir hún veðrið ekki hafa haft áhrif á skemmtun gesta. Talsmaður þjóðhátíðarnefndar tekur undir með henni og segir að fjölmargir hafi tekið þátt í vel heppnuðum brekkusöng. „Það var erfitt framan af, mikill vindur. Fólk virtist ekki ætla að láta hann neitt á sig fá og mætti vel í brekkuna. Við heldum okkar striki varðandi dagskránna þrátt fyrir veðurfar. Ég heyrði að það hefðu verið milli 300-400 manns sem leituðu sér skjóls inni í íþróttaheimili,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður Þjóðhátíðarnefndar. Þá vill hann þakka þjóðhátíðargestum fyrir frábæra helgi.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira
Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30