Mikið um að vera hjá Faxaflóahöfnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. ágúst 2018 13:56 Auk skemmtiferðaskipa er ítalska seglskipið Amerigo Vespucci í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Sigurjón Tveir af sex stærstu dögum Faxaflóahafna eru nú um helgina. Alls munu fjögur skemmtiferðaskip vera í höfn fram á sunnudag. Á laugardaginn mun síðan stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, koma í síðasta sinn til Reykjavíkur þetta sumarið. MSC Meraviglia getur tekið um 4.500 farþega og er það fimmta stærsta skemmtiferðaskip í heiminum og jafnframt það stærsta sem komið hefur til Íslands. Skipið mun hafa í kringum sólarhringsviðdvöl hér í Reykjavík. Skipakomum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkurhafnar hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna segir að það verði auðvelt að dreifa álaginu um helgina þrátt fyrir allan þann mannfjölda sem sé væntanlegur. „Í þetta skiptið þá er stærsta skipið MSC Meraviglia statt á Skarfabakka en hin þrjú eru minni skemmtiferðaskip, þau eru stödd á Miðbakkanum þannig að við náum aðeins að dreifa álaginu á milli svæða hjá okkur.“ Þegar farþegafjöldi fer yfir 5.000 er það regla að sett sé upp viðvörun svo ferðaþjónustuaðilar og innviðir séu meðvitaðir um aukið álag. „Enn sem komið er þá hafa innviðirnir alveg náð að meðhöndla það.“ Auk farþega skemmtiferðaskipanna er fjöldinn allur í áhöfn en gert er ráð fyrir að um 1500 starfsmenn séu um borð í stærsta skipinu. Erna segir að 70% þeirra sem komi með skemmtiferðaskipum til landsins fari í skipulagðar ferðir um landið á meðan dvöl stendur. Algengustu staðirnir eru Gullni hringurinn og Bláa lónið. „En verið er að reyna að vinna að því að finna fleiri áfangastaði til þess að dreifa þeim meira þannig að þetta verði ekki svona álagssvæði“ Skemmtiferðaskipatímabilið á Íslandi er frá maí þar til um miðjan október. Erna segir að enn fleiri skip séu væntanleg á næsta ári. „Á næsta ári eru áætlaðar 175 skipakomur miðað við að í ár eru 168 og farþegafjöldinn mun þar að auki líka aukast.“ Og Erna segir að þjóðarbúið fái töluverðar tekjur af komum skemmtiferðaskipa. „Í heildina séð ef maður tekur allar þessar tekjur saman, bæði það sem ríkið er að fá, hafnirnar, skipaumboðsmenn, ferðaþjónustuaðilar og bara rútur og aðrir sem koma að þessum iðnaði, þá eru að koma milli sjö til átta milljarðar hingað til lands.“ Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Tveir af sex stærstu dögum Faxaflóahafna eru nú um helgina. Alls munu fjögur skemmtiferðaskip vera í höfn fram á sunnudag. Á laugardaginn mun síðan stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, koma í síðasta sinn til Reykjavíkur þetta sumarið. MSC Meraviglia getur tekið um 4.500 farþega og er það fimmta stærsta skemmtiferðaskip í heiminum og jafnframt það stærsta sem komið hefur til Íslands. Skipið mun hafa í kringum sólarhringsviðdvöl hér í Reykjavík. Skipakomum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkurhafnar hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna segir að það verði auðvelt að dreifa álaginu um helgina þrátt fyrir allan þann mannfjölda sem sé væntanlegur. „Í þetta skiptið þá er stærsta skipið MSC Meraviglia statt á Skarfabakka en hin þrjú eru minni skemmtiferðaskip, þau eru stödd á Miðbakkanum þannig að við náum aðeins að dreifa álaginu á milli svæða hjá okkur.“ Þegar farþegafjöldi fer yfir 5.000 er það regla að sett sé upp viðvörun svo ferðaþjónustuaðilar og innviðir séu meðvitaðir um aukið álag. „Enn sem komið er þá hafa innviðirnir alveg náð að meðhöndla það.“ Auk farþega skemmtiferðaskipanna er fjöldinn allur í áhöfn en gert er ráð fyrir að um 1500 starfsmenn séu um borð í stærsta skipinu. Erna segir að 70% þeirra sem komi með skemmtiferðaskipum til landsins fari í skipulagðar ferðir um landið á meðan dvöl stendur. Algengustu staðirnir eru Gullni hringurinn og Bláa lónið. „En verið er að reyna að vinna að því að finna fleiri áfangastaði til þess að dreifa þeim meira þannig að þetta verði ekki svona álagssvæði“ Skemmtiferðaskipatímabilið á Íslandi er frá maí þar til um miðjan október. Erna segir að enn fleiri skip séu væntanleg á næsta ári. „Á næsta ári eru áætlaðar 175 skipakomur miðað við að í ár eru 168 og farþegafjöldinn mun þar að auki líka aukast.“ Og Erna segir að þjóðarbúið fái töluverðar tekjur af komum skemmtiferðaskipa. „Í heildina séð ef maður tekur allar þessar tekjur saman, bæði það sem ríkið er að fá, hafnirnar, skipaumboðsmenn, ferðaþjónustuaðilar og bara rútur og aðrir sem koma að þessum iðnaði, þá eru að koma milli sjö til átta milljarðar hingað til lands.“
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira