Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 12:40 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra. Vísir/Vilhelm Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. Færri gestir eru á Flúðum en í fyrra, flautað var til leiks í mýrarboltanum núna í hádeginu og fólksfjöldi í Þorlákshöfn fjórfaldast um helgina þar sem fram fer unglingalandsmót UMFÍ. Færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Lögregla og aðstandendur hátíða um land allt eru sammála um að helgin hafi gengið afar vel til þessa. Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þrettán fíkniefnamál höfðu komið inn á borð lögreglunnar rétt fyrir hádegi í dag, þar af flest minniháttar en grunur um sölu í einu tilfelli. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð. Talsmenn þjóðhátíðar ætla að svipaður fjöldi sæki Þjóðhátíð í ár og í fyrra. Embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um tilkynningar vegna kynferðisbrota á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir og hagsmunir þolenda hafa verið tryggðir. Að svo stöddu liggur því ekki fyrir hvort einhver kynferðisbrotamál hafi komið upp á hátíðinni til þessa.Færri á Flúðum Bessi Theódórsson, framkvæmdastjóra Sonus viðburða, ætlar að um 2-4000 gestir hafi verið á Flúðum í gær og þeim muni að öllum líkindum fjölga í dag. Fjöldi fíkniefnamála kom upp á Flúðum í fyrra og þótti umgengni ekki til fyrirmyndar. Að sögn Bessa er yfirbragð hátíðarinnar annað í ár. „Við brugðumst vel við því, við efldum gæslu og eftirlit gríðarlega, við erum ekki með nein sérstök ungmennasvæði, ungmennatjaldsvæði. Nú eru allir bara á aðal tjaldsvæðinu og það er að gefast gríðarlega vel og bara sannkölluð fjölskylduhátíð,“ segir Bessi.Ellefu lið í Mýrarbolta Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina og ætlar Jóhann Bæring Gunnarsson, talsmaður mýrarboltans, að úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Nokkur hundruð manns hafi gert sér ferð vestur beinlínis í tengslum við mýrarboltann. „Það eru ellefu lið í ár, misfjölmenn en þetta er í rauninni á pari á við í fyrra,“ segir Jóhann. Tíu af þessum ellefu liðum eru skipuð aðkomufólki en aðeins eitt skipað heimamönnum. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Austurlandi og talsvert um ölvun á Neistaflugi í Neskaupstað en ekki þurfti þó að hafa afskipti af neinum. Skipuleggjendur og lögregla eru heilt yfir ánægð með hvernig hátíðarhöld hafa gengið fyrir sig til þessa.Veður setti strik í reikninginn Á bilinu sex til átta þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn og keppendur hátt í 1.300 talsins. Þar setti veður örlítið strik í reikninginn í gær sem þó kom ekki að sök að sögn framkvæmdastjóra mótsins. Fresta þurfti einni keppnisgrein vegna veðurs og setningarhátíðin sem átti að fara fram í gærkvöldi verður haldin í kvöld.Allt gengur vel fyrir norðan Bæjarhátíðin Ein með öllu og íslensku sumarleikarnir fara fram á Akureyri. Einn gisti fangageymslur í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan að sögn lögreglu og aðstandenda hátíðarinnar. Erfitt er að segja til um hversu margir hafi lagt leið sína á Akureyri. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. Færri gestir eru á Flúðum en í fyrra, flautað var til leiks í mýrarboltanum núna í hádeginu og fólksfjöldi í Þorlákshöfn fjórfaldast um helgina þar sem fram fer unglingalandsmót UMFÍ. Færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Lögregla og aðstandendur hátíða um land allt eru sammála um að helgin hafi gengið afar vel til þessa. Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þrettán fíkniefnamál höfðu komið inn á borð lögreglunnar rétt fyrir hádegi í dag, þar af flest minniháttar en grunur um sölu í einu tilfelli. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð. Talsmenn þjóðhátíðar ætla að svipaður fjöldi sæki Þjóðhátíð í ár og í fyrra. Embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um tilkynningar vegna kynferðisbrota á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir og hagsmunir þolenda hafa verið tryggðir. Að svo stöddu liggur því ekki fyrir hvort einhver kynferðisbrotamál hafi komið upp á hátíðinni til þessa.Færri á Flúðum Bessi Theódórsson, framkvæmdastjóra Sonus viðburða, ætlar að um 2-4000 gestir hafi verið á Flúðum í gær og þeim muni að öllum líkindum fjölga í dag. Fjöldi fíkniefnamála kom upp á Flúðum í fyrra og þótti umgengni ekki til fyrirmyndar. Að sögn Bessa er yfirbragð hátíðarinnar annað í ár. „Við brugðumst vel við því, við efldum gæslu og eftirlit gríðarlega, við erum ekki með nein sérstök ungmennasvæði, ungmennatjaldsvæði. Nú eru allir bara á aðal tjaldsvæðinu og það er að gefast gríðarlega vel og bara sannkölluð fjölskylduhátíð,“ segir Bessi.Ellefu lið í Mýrarbolta Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina og ætlar Jóhann Bæring Gunnarsson, talsmaður mýrarboltans, að úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Nokkur hundruð manns hafi gert sér ferð vestur beinlínis í tengslum við mýrarboltann. „Það eru ellefu lið í ár, misfjölmenn en þetta er í rauninni á pari á við í fyrra,“ segir Jóhann. Tíu af þessum ellefu liðum eru skipuð aðkomufólki en aðeins eitt skipað heimamönnum. Nokkur erill var hjá lögreglunni á Austurlandi og talsvert um ölvun á Neistaflugi í Neskaupstað en ekki þurfti þó að hafa afskipti af neinum. Skipuleggjendur og lögregla eru heilt yfir ánægð með hvernig hátíðarhöld hafa gengið fyrir sig til þessa.Veður setti strik í reikninginn Á bilinu sex til átta þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn og keppendur hátt í 1.300 talsins. Þar setti veður örlítið strik í reikninginn í gær sem þó kom ekki að sök að sögn framkvæmdastjóra mótsins. Fresta þurfti einni keppnisgrein vegna veðurs og setningarhátíðin sem átti að fara fram í gærkvöldi verður haldin í kvöld.Allt gengur vel fyrir norðan Bæjarhátíðin Ein með öllu og íslensku sumarleikarnir fara fram á Akureyri. Einn gisti fangageymslur í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan að sögn lögreglu og aðstandenda hátíðarinnar. Erfitt er að segja til um hversu margir hafi lagt leið sína á Akureyri.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira