Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 21:54 Frá Skaftá nú kvöld en hratt hefur vaxið í ánni í dag. Skjáskot/Dalamenn snappa Vatnið í Skaftá hefur vaxið hratt í dag og megna brennisteinslykt leggur frá henni, að sögn Auðar Guðbjörnsdóttur á Búlandi í Skaftártungu. Hún er ein þriggja Dalamanna sem snappa nú frá hlaupinu í Skaftá sem búist er við að nái hámarki í nótt. Meiri vöxtur hefur verið í Skaftá nú en fyrir hlaupið sem átti sér stað árið 2015 en það var stærsta hlaup í sögu mælinga. Auður segist hafa áhyggjur af því að vegurinn og brýr í Skaftártungu fari í sundur í hlaupinu. „Mér finnst yfirborðið hækka hraðar núna en það gerði þá. Það var svolítið lengri aðdragandi þá en núna. Biðin var mikið lengri til dæmis frá því að vatnið braust undan jökli og þar til þetta kom til okkar síðast en hún er núna. Mér finnst þetta hafa gerst rosalega hratt í dag,“ segir Auður. Eins og er heldur áin sig nokkurn veginn í farvegi sínum. Auður segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði en hámarki hlaupsins er ekki spáð fyrr en í nótt. Núna sé áin fjarri hámarkinu fyrir þremur árum. Þá ruddi hlaupið burt varnargörðum, flæddi yfir tún og lónaði upp á veginn fyrir neðan Búland og bæinn Hvamm. Skipta með sér snappinu Auður hefur búið á Búlandi vestan við Skaftá undanfarin sex ár en hún er upprunin í Dalabyggð á Vesturlandi. Í tilefni hlaupsins tók hún við Snapchat-reikninginum „Dalamenn snappa“ sem var stofnaður í fyrra og hefur gengið á milli fólks úr Dölunum. Bróðir hennar Guðmundur og Hanna Valdís Jóhannsdóttir, skálavörður í Hólaskjóli, sem einnig er úr Dölunum deila snappinu með Auði á meðan á hlaupinu stendur. Guðmundur er jafnframt björgunarsveitarmaður og hefur verið við hálendisvakt á Fjallabaki. „Maður fylgist með þessu að minnsta kosti undir myrkur og svo aftur í sólarupprás. Ég mun örugglega snappa frá því,“ segir Auður. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að verða fyrir tjóni í hlaupinu nú. Í hlaupinu árið 2015 lónaði vatn yfir tún inn af Skaftárdal þar sem hún hafði heyjað. Síðan þá hafi hún ræktað meira af landi nær Búlandi. Þau tún standi það hátt að þau eigi að vera óhullt fyrir vatnselgnum. „Við eigum önnur tún sem liggja meðfram Skaftá. Það lónaði upp á eitt tún í síðasta hlaupi en við urðum svo sem ekki fyrir teljanlegu tjóni og ég býst ekki við að það verði heldur núna,“ segir Auður. Hægt er að fylgja með hlaupinu á Snapchat á reikningnum „Dalamenn snappa“. Dalabyggð Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
Vatnið í Skaftá hefur vaxið hratt í dag og megna brennisteinslykt leggur frá henni, að sögn Auðar Guðbjörnsdóttur á Búlandi í Skaftártungu. Hún er ein þriggja Dalamanna sem snappa nú frá hlaupinu í Skaftá sem búist er við að nái hámarki í nótt. Meiri vöxtur hefur verið í Skaftá nú en fyrir hlaupið sem átti sér stað árið 2015 en það var stærsta hlaup í sögu mælinga. Auður segist hafa áhyggjur af því að vegurinn og brýr í Skaftártungu fari í sundur í hlaupinu. „Mér finnst yfirborðið hækka hraðar núna en það gerði þá. Það var svolítið lengri aðdragandi þá en núna. Biðin var mikið lengri til dæmis frá því að vatnið braust undan jökli og þar til þetta kom til okkar síðast en hún er núna. Mér finnst þetta hafa gerst rosalega hratt í dag,“ segir Auður. Eins og er heldur áin sig nokkurn veginn í farvegi sínum. Auður segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði en hámarki hlaupsins er ekki spáð fyrr en í nótt. Núna sé áin fjarri hámarkinu fyrir þremur árum. Þá ruddi hlaupið burt varnargörðum, flæddi yfir tún og lónaði upp á veginn fyrir neðan Búland og bæinn Hvamm. Skipta með sér snappinu Auður hefur búið á Búlandi vestan við Skaftá undanfarin sex ár en hún er upprunin í Dalabyggð á Vesturlandi. Í tilefni hlaupsins tók hún við Snapchat-reikninginum „Dalamenn snappa“ sem var stofnaður í fyrra og hefur gengið á milli fólks úr Dölunum. Bróðir hennar Guðmundur og Hanna Valdís Jóhannsdóttir, skálavörður í Hólaskjóli, sem einnig er úr Dölunum deila snappinu með Auði á meðan á hlaupinu stendur. Guðmundur er jafnframt björgunarsveitarmaður og hefur verið við hálendisvakt á Fjallabaki. „Maður fylgist með þessu að minnsta kosti undir myrkur og svo aftur í sólarupprás. Ég mun örugglega snappa frá því,“ segir Auður. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að verða fyrir tjóni í hlaupinu nú. Í hlaupinu árið 2015 lónaði vatn yfir tún inn af Skaftárdal þar sem hún hafði heyjað. Síðan þá hafi hún ræktað meira af landi nær Búlandi. Þau tún standi það hátt að þau eigi að vera óhullt fyrir vatnselgnum. „Við eigum önnur tún sem liggja meðfram Skaftá. Það lónaði upp á eitt tún í síðasta hlaupi en við urðum svo sem ekki fyrir teljanlegu tjóni og ég býst ekki við að það verði heldur núna,“ segir Auður. Hægt er að fylgja með hlaupinu á Snapchat á reikningnum „Dalamenn snappa“.
Dalabyggð Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28
Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01