Lögregla stöðvar skutl á Þjóðhátíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 16:45 RIB-bátur, eða harðskeljabátur, á fleygiferð. Slíkir bátar hafa ekki heimild til fólksflutninga milli staða. vísir/óskar friðriksson Lögregla hefur komið því á framfæri við fyrirtækið Ribsafari, sem bauð upp á „skemmtisiglingar“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi, að heimild þeirra til siglinga nái ekki utan um farþegaflutninga. Gerir lögregla því ráð fyrir að fyrirtækið sigli ekki með farþega í auglýstu „skutli“ um helgina. Í fyrradag gerði Samgöngustofa athugasemd við ferðir Ribsafari, sem gerir út svokallaða RIB-báta. Athugasemdin laut að því að bátarnir eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða en fyrirtækið hafði aðeins leyfi til útsýnissiglinga. Þá var athugasemdin áréttuð við fyrirtækið í dag, að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að lögregla hafi haft samband við forsvarsmenn Ribsafari og bent á að þeim væri óheimilt að flytja farþega milli staða, líkt og kom fram í ábendingu Samgöngustofu. Jóhannes sagðist gera ráð fyrir að fyrirtækið myndi ekki fara auglýstar áætlunarferðir sínar til og frá Vestmannaeyjum um helgina. Ferðirnar voru á dagskrá í dag, föstudaginn 3. ágúst, og á mánudag 6. ágúst. Ekki náðist í forsvarsmenn Ribsafari við vinnslu þessarar fréttar. Þá er rétt að taka fram að athugasemd Samgöngustofu og lögreglu nær ekki til sérstakra útsýnisferða fyrirtækisins, svokallaðra „fjörferða“, sem í boði eru yfir helgina. Samgöngur Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Svona var stemningin á Húkkaraballinu Húkkaraballið var haldið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en ballið er haldið ár hvert á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð og hleypir fjörinu rækilega af stað. 3. ágúst 2018 11:30 Samgöngustofa segir leyfi til að „skutla“ á Þjóðhátíð ekki fyrir hendi Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemi fyrirtækisins Ribsafari. 2. ágúst 2018 15:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Lögregla hefur komið því á framfæri við fyrirtækið Ribsafari, sem bauð upp á „skemmtisiglingar“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi, að heimild þeirra til siglinga nái ekki utan um farþegaflutninga. Gerir lögregla því ráð fyrir að fyrirtækið sigli ekki með farþega í auglýstu „skutli“ um helgina. Í fyrradag gerði Samgöngustofa athugasemd við ferðir Ribsafari, sem gerir út svokallaða RIB-báta. Athugasemdin laut að því að bátarnir eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða en fyrirtækið hafði aðeins leyfi til útsýnissiglinga. Þá var athugasemdin áréttuð við fyrirtækið í dag, að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að lögregla hafi haft samband við forsvarsmenn Ribsafari og bent á að þeim væri óheimilt að flytja farþega milli staða, líkt og kom fram í ábendingu Samgöngustofu. Jóhannes sagðist gera ráð fyrir að fyrirtækið myndi ekki fara auglýstar áætlunarferðir sínar til og frá Vestmannaeyjum um helgina. Ferðirnar voru á dagskrá í dag, föstudaginn 3. ágúst, og á mánudag 6. ágúst. Ekki náðist í forsvarsmenn Ribsafari við vinnslu þessarar fréttar. Þá er rétt að taka fram að athugasemd Samgöngustofu og lögreglu nær ekki til sérstakra útsýnisferða fyrirtækisins, svokallaðra „fjörferða“, sem í boði eru yfir helgina.
Samgöngur Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Svona var stemningin á Húkkaraballinu Húkkaraballið var haldið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en ballið er haldið ár hvert á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð og hleypir fjörinu rækilega af stað. 3. ágúst 2018 11:30 Samgöngustofa segir leyfi til að „skutla“ á Þjóðhátíð ekki fyrir hendi Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemi fyrirtækisins Ribsafari. 2. ágúst 2018 15:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Svona var stemningin á Húkkaraballinu Húkkaraballið var haldið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en ballið er haldið ár hvert á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð og hleypir fjörinu rækilega af stað. 3. ágúst 2018 11:30
Samgöngustofa segir leyfi til að „skutla“ á Þjóðhátíð ekki fyrir hendi Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemi fyrirtækisins Ribsafari. 2. ágúst 2018 15:00