Mistök urðu til þess að þjóðhátíðarlag FM95BLÖ var eignað StopWaitGo Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2018 13:58 Auðunn Blöndal og Jóhanna Guðrún munu flytja lagið á þjóðhátíð í ár. Menningarvefur Ríkisútvarpsins velti fyrr í dag upp þeirri spurningu hvort að þjóðhátíðarlag útvarpsgengisins FM95BLÖ sé stolið. Um er að ræða lagið Ég ætla að sigra eyjuna sem þeir Auðunn Blöndal, Steindi jr., og Egill Einarsson flytja ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Lagið var frumflutt á FM957 fyrir ellefu dögum en þá sagði Auðunn að hann hefði heyrt umrætt lag þegar hann var staddur í Suður-Ameríku að taka upp þáttinn Suður-ameríski draumurinn. Kom þar fram að lagið væri ekki þeirra heldur lag sem Auðunn Blöndal heyrði á ferð sinni um Suður Ameríku sem þeir ákváðu að þýða yfir á íslensku og tengja það þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða lagið Obsesion eftir salsahljómsveitina Aventura sem kom út árið 2002.Á menningarvef RÚV var sagt frá því að lagið Ég ætla að sigra eyjuna væri afar líkt laginu Obsesion. Er það alveg rétt því um sama lag er að ræða en bent var á það á vef RÚV að þeir sem skipa StopWaitGo-teymið, sem sáu um upptökur og framleiðslu á FM95BLÖ-útgáfunni, væru skráðir höfundar lagsins á vef YouTube. Auðunn Blöndal segir í samtali við Vísi að um mistök væri að ræða. Þegar lagið var sett inn á YouTube voru gerð þau mistök að segja lagið frá StopWaitGo-genginu þegar hið rétta er að framleiðslan og upptökustjórn er þeirra. Hefur það verið uppfært á vef Youtube eftir að á það var bent á vef RÚV.FM95BLÖ hafa undanfarin ár sent frá sér þjóðhátíðarlög sem eru íslenskaðar útgáfur af þekktum erlendum lögum. Fyrsta árið 2016, þá var lagið Ég fer á þjóðhátíð gefið út sem er íslenskuð útgáfa af laginu Titanium eftir franska plötusnúðinn David Guetta.Árið 2017 varð lagið Total Eclipse of the Heart, sem Bonnie Tyler gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar, fyrir valinu og hlaut nafnið Þjóðhátíð bíður.Auðunn Blöndal tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann gerði góðlátlegt grín að öllu saman en hann á einnig texta lagsins Án þín sem er íslenskuð útgáfa af laginu Always með bandarísku sveitinni Bon Jovi, en söngvarinn Sverrir Bergmann vann Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2000 með þeirri útgáfu.Ætla að vona að Rúv fari ekki að kafa nánar í hin lögin okkar. Get staðfest að Án þín, Fm95blö-lagið, Þjóðhátíð Bíður og Ég fer á Þjóðhátíð eru öll frumsamin!— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 3, 2018 FM95BLÖ Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Sjá meira
Menningarvefur Ríkisútvarpsins velti fyrr í dag upp þeirri spurningu hvort að þjóðhátíðarlag útvarpsgengisins FM95BLÖ sé stolið. Um er að ræða lagið Ég ætla að sigra eyjuna sem þeir Auðunn Blöndal, Steindi jr., og Egill Einarsson flytja ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Lagið var frumflutt á FM957 fyrir ellefu dögum en þá sagði Auðunn að hann hefði heyrt umrætt lag þegar hann var staddur í Suður-Ameríku að taka upp þáttinn Suður-ameríski draumurinn. Kom þar fram að lagið væri ekki þeirra heldur lag sem Auðunn Blöndal heyrði á ferð sinni um Suður Ameríku sem þeir ákváðu að þýða yfir á íslensku og tengja það þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða lagið Obsesion eftir salsahljómsveitina Aventura sem kom út árið 2002.Á menningarvef RÚV var sagt frá því að lagið Ég ætla að sigra eyjuna væri afar líkt laginu Obsesion. Er það alveg rétt því um sama lag er að ræða en bent var á það á vef RÚV að þeir sem skipa StopWaitGo-teymið, sem sáu um upptökur og framleiðslu á FM95BLÖ-útgáfunni, væru skráðir höfundar lagsins á vef YouTube. Auðunn Blöndal segir í samtali við Vísi að um mistök væri að ræða. Þegar lagið var sett inn á YouTube voru gerð þau mistök að segja lagið frá StopWaitGo-genginu þegar hið rétta er að framleiðslan og upptökustjórn er þeirra. Hefur það verið uppfært á vef Youtube eftir að á það var bent á vef RÚV.FM95BLÖ hafa undanfarin ár sent frá sér þjóðhátíðarlög sem eru íslenskaðar útgáfur af þekktum erlendum lögum. Fyrsta árið 2016, þá var lagið Ég fer á þjóðhátíð gefið út sem er íslenskuð útgáfa af laginu Titanium eftir franska plötusnúðinn David Guetta.Árið 2017 varð lagið Total Eclipse of the Heart, sem Bonnie Tyler gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar, fyrir valinu og hlaut nafnið Þjóðhátíð bíður.Auðunn Blöndal tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann gerði góðlátlegt grín að öllu saman en hann á einnig texta lagsins Án þín sem er íslenskuð útgáfa af laginu Always með bandarísku sveitinni Bon Jovi, en söngvarinn Sverrir Bergmann vann Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2000 með þeirri útgáfu.Ætla að vona að Rúv fari ekki að kafa nánar í hin lögin okkar. Get staðfest að Án þín, Fm95blö-lagið, Þjóðhátíð Bíður og Ég fer á Þjóðhátíð eru öll frumsamin!— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 3, 2018
FM95BLÖ Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið