Sigurbjörn Hreiðars: Það reyndi á skandinavísku þolinmæðina Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 2. ágúst 2018 22:29 Sigurbjörn ásamt Ólafi Jóhannssyni. Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir að lið hans sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðið vann leikinn á Hlíðarenda í kvöld 3-0 eftir að hafa tapað þeim fyrri með einu marki. „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnarinar betur. Úti þá komumst við ekki í neinar opnanir. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku. Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir að lið hans sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðið vann leikinn á Hlíðarenda í kvöld 3-0 eftir að hafa tapað þeim fyrri með einu marki. „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnarinar betur. Úti þá komumst við ekki í neinar opnanir. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku.
Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira