Ólafur Kristjánsson: Eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli Árni Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2018 21:57 Ólafur Kristjánsson. vísir/bára Hann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu“. „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð“. Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann“. Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik“. Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael“. Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Hann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu“. „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð“. Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann“. Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik“. Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael“.
Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira