Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 19:30 Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum tóku gildi í Danmörku í gær. Nokkur hundruð manns mótmæltu í Kaupmannahöfn í gær en lögin eru af mörgum sögð byggja á fordómum í garð múslima. Meðal höfuðfata sem óheimilt er að klæðast á opinberum stöðum samkvæmt lögunum eru þjófalambhúshetta, búrka og svokallað Niqab. „Við viljum taka okkur stöðu gegn pólitísku íslam, gegn bókstafstrúarmönnum í samfélagi okkar. Sumt fólk telur sig vera í fullum rétti til að ganga með höfuðslæðu sem hylur allt andlitið, yfirvöld geta ekki séð andlitið. Það er þetta sem við viljum standa gegn,“ segir Martin Henriksen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, í samtali við Reuters. Mótmælendur voru á öðru máli. „Þetta hryggir mig, þessi lög mismunafólki. Þetta eru fáránleg lög sem eru óskiljanleg í framkvæmd,“ segir mótmælandinn Hanni Ali. Ólafur Steinar Gestsson, íslenskur fréttaljósmyndari sem staddur var á mótmælunum í gær, segir þau hafa farið friðsamlega fram. „Löggan var ekki að stöðva fólk og var ekki að gefa út sektir eins og lögin gefa til kynna,“ segir Ólafur. Þá segir hann afar skiptar skoðanir vera um bannið í Danmörku en til að mynda hafi margir af stærstu fjölmiðlum landsins tekið afstöðu með eða á móti. „Politikken var með stóra forsíðu í morgun þar sem þeir skrifa að þetta væri rangt og Berlingske, annað dagblað, skrifar að þetta væri rétta leiðin til að hjálpa konum sem bera þennan höfuðbúnað.“ Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum tóku gildi í Danmörku í gær. Nokkur hundruð manns mótmæltu í Kaupmannahöfn í gær en lögin eru af mörgum sögð byggja á fordómum í garð múslima. Meðal höfuðfata sem óheimilt er að klæðast á opinberum stöðum samkvæmt lögunum eru þjófalambhúshetta, búrka og svokallað Niqab. „Við viljum taka okkur stöðu gegn pólitísku íslam, gegn bókstafstrúarmönnum í samfélagi okkar. Sumt fólk telur sig vera í fullum rétti til að ganga með höfuðslæðu sem hylur allt andlitið, yfirvöld geta ekki séð andlitið. Það er þetta sem við viljum standa gegn,“ segir Martin Henriksen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, í samtali við Reuters. Mótmælendur voru á öðru máli. „Þetta hryggir mig, þessi lög mismunafólki. Þetta eru fáránleg lög sem eru óskiljanleg í framkvæmd,“ segir mótmælandinn Hanni Ali. Ólafur Steinar Gestsson, íslenskur fréttaljósmyndari sem staddur var á mótmælunum í gær, segir þau hafa farið friðsamlega fram. „Löggan var ekki að stöðva fólk og var ekki að gefa út sektir eins og lögin gefa til kynna,“ segir Ólafur. Þá segir hann afar skiptar skoðanir vera um bannið í Danmörku en til að mynda hafi margir af stærstu fjölmiðlum landsins tekið afstöðu með eða á móti. „Politikken var með stóra forsíðu í morgun þar sem þeir skrifa að þetta væri rangt og Berlingske, annað dagblað, skrifar að þetta væri rétta leiðin til að hjálpa konum sem bera þennan höfuðbúnað.“
Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08