Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2018 10:56 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lamaðist eftir fall á heimili sínu á Spáni í vetur. Vísir/Egill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með Skáksambandsmálið til rannsóknar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir gögnum frá spænskum lögregluyfirvöldum svo hægt sé að ljúka rannsókninni. Málið varðar fíkniefnainnflutning frá Spáni en efnin voru falin í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sjá einnig: Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Kristinsson er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna málsins í vetur. Honum var sleppt í apríl síðastliðnum af þeim sökum að ekki má halda mönnum lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Var hann úrskurðaður í farbann eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það í apríl síðastliðnum til embættis héraðssaksóknara. Embættið sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gögnum.Gagnaöflun lokahnykkurinn Rannsókn lögreglu miðar að því þessa stundina að fá gögn frá Spáni til að geta lokið rannsókninni og sent það til héraðssaksóknara á ný. Karl Steinar gerir ráð fyrir að málið muni fara til embættisins með haustinu. Í samtali við Vísi segir hann ekkert nýtt komið fram við rannsóknina frá því lögreglan fékk málið aftur í fangið frá héraðssaksóknara.Sigurður KristinssonVísir/VilhelmSigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem slasaðist á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar síðastliðnum. Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt í mars og hún flutt til Íslands með sjúkraflugi. Þaðan var farið með hana á endurhæfingardeildina á Grensás en hún var útskrifuð þaðan í júní síðastliðnum.Rannsaka fall SunnuGreint var frá því að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður hefði átt þátt í því að Sunna Elvíra féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í lömuð í dag. Karl Steinar segist lítið geta sagt um þá rannsókn annað en að hún er enn í gangi.Tveimur slepptÍ gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði kom fram að hann segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Tveir menn til viðbótar voru handteknir á Íslandi vegna rannsóknar málsins en þeim báðum var sleppt. Karl Steinar segist ekki geta að svo stöddu tjáð sig um hversu margir hafa stöðu sakbornings í Skáksambandsmálinu. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með Skáksambandsmálið til rannsóknar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir gögnum frá spænskum lögregluyfirvöldum svo hægt sé að ljúka rannsókninni. Málið varðar fíkniefnainnflutning frá Spáni en efnin voru falin í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sjá einnig: Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Kristinsson er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna málsins í vetur. Honum var sleppt í apríl síðastliðnum af þeim sökum að ekki má halda mönnum lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Var hann úrskurðaður í farbann eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það í apríl síðastliðnum til embættis héraðssaksóknara. Embættið sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gögnum.Gagnaöflun lokahnykkurinn Rannsókn lögreglu miðar að því þessa stundina að fá gögn frá Spáni til að geta lokið rannsókninni og sent það til héraðssaksóknara á ný. Karl Steinar gerir ráð fyrir að málið muni fara til embættisins með haustinu. Í samtali við Vísi segir hann ekkert nýtt komið fram við rannsóknina frá því lögreglan fékk málið aftur í fangið frá héraðssaksóknara.Sigurður KristinssonVísir/VilhelmSigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem slasaðist á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar síðastliðnum. Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt í mars og hún flutt til Íslands með sjúkraflugi. Þaðan var farið með hana á endurhæfingardeildina á Grensás en hún var útskrifuð þaðan í júní síðastliðnum.Rannsaka fall SunnuGreint var frá því að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður hefði átt þátt í því að Sunna Elvíra féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í lömuð í dag. Karl Steinar segist lítið geta sagt um þá rannsókn annað en að hún er enn í gangi.Tveimur slepptÍ gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði kom fram að hann segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Tveir menn til viðbótar voru handteknir á Íslandi vegna rannsóknar málsins en þeim báðum var sleppt. Karl Steinar segist ekki geta að svo stöddu tjáð sig um hversu margir hafa stöðu sakbornings í Skáksambandsmálinu.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira