Íslenski boltinn

Jeppe Hansen með tvö mörk í sigri ÍA

Einar Sigurvinsson skrifar
Jeppe Hansen er búinn að taka fram markaskóna.
Jeppe Hansen er búinn að taka fram markaskóna. vísir/ernir
ÍA vann öruggan sigur á Haukum í 14. umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og lauk með 3-1 sigri gestanna.

Haukar komust yfir á 8. mínútu leiksins með marki frá Aroni Frey Róberssyni.

Það var síðan Jeppe Hansen sem jafnaði leikinn fyrir Skagamenn á 27. mínútu, en hann kom til liðsins á láni frá Keflavík fyrir viku síðan.

Skömmu áður en flautað var til hálfleiks náði Ólafur Valur Valdimarsson forystunni fyrir ÍA, 2-1.

Jeppe Hansen var síðan aftur á ferðinni á 48. mínútu og gulltryggði ÍA 3-1 sigur á Haukum.

Þetta var fimmta tap Hauka í síðustu fimm leikjum, en liðið situr í 8. sæti deildarinnar með 13. stig, aðeins einu stigi frá fallsæti. ÍA upp að hlið HK á toppnum með 30 stig.

Leik Þór og Njarðvíkur er einnig lokið í Inkasso-deildinni, þar sem Þór vann öruggan 3-0 sigur. Með sigrinum fer Þór í 29 stig en Njarðvík situr í neðri hluta töflunnar með 13 stig.

Upplýsingar fengnar af fótbolta.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×