Björgvin hefur byrjar heimsleikana af krafti. Hann var í 6. sæti í fyrstu grein leikanna og í annarri greininni, þar sem keppendur reyndu að vera fyrstir að ljúka 30 „muscle-ups“ var Björgvin Karl í 10. sæti.
Logan Collins sigraði greinina með yfirburðum en hann kláraði 30 „muscle-ups“ á einni mínútu og 46 sekúndum. Zeke Grove var í 2. sæti og sigurvegari leikanna síðustu tvö ár, Mathew Fraser, varð í 3. sæti á tveimur mínútum. Björgvin Karl var á tímanum 2:16.87. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, var í 23. sæti á 2:49.22.
Í kvennaflokki var Sara Sigmundsdóttir í 14. sæti á 3:52.22, en hún var aðeins tveimur sekúndubrotum á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var í 15. sæti.
Anníe Mist Þórisdóttir var í 18. sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir varð í 20. sæti.
Að tveimur greinum loknum eru Adrian Mundwiler og Mathew Fraser jafnir að stigum í 1. og 2. sæti, Björgvin Karl er í 6. sæti og Frederick Aegidius er í 14. sæti.
Laura Horvath er efst í kvennaflokki og sigurvegarinn frá því í fyrra, Tia-Clair Toomey er í 2. sæti. Katrín Tanja er í 6. sæti, Anníe Mist er í 8. sæti, Oddrún Eik í 16. sæti og Sara Sigmundsdóttir í 20. sæti.
Three men almost went unbroken on 30 muscle ups! With one more heat remaining, will anyone pull this off? pic.twitter.com/uSqAoYBDmo
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 1, 2018