„Ég bjargaði mannslífi í dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 16:00 Þórhildur Ólafsdóttir var stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með eiginmanni sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Samsett mynd Þórhildur Ólafsdóttir var í fyrradag stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með kærastanum sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Kristján, kærasti hennar ákvað að fara með börnin í sjóinn á meðan Þórhildur varð eftir í heita pottinum. Á meðan hún sat og slakaði á í pottinum varð henni litið til strandvarðarins sem henni fannst sem væri annars hugar. Það varð til þess að hún fór að hugsa um einkenni drukknunar, sem eru allt öðruvísi en við sjáum almennt í kvikmyndum. Hún ákvað, fyrir tilviljun, að líta yfir svæðið og athuga hvort einhver sýndi þessi einkenni drukknunar, sem hún hafði lesið sér svo mikið til um. Það liðu ekki nema 2-3 mínútur þar til táningsstúlka í sjónum vekur athygli hennar. Hún var umkringd fólki en höfuðið var frekar neðarlega heldur vanalegt er og buslaði í vatninu með höndunum. Þórhildur hugsaði með sjálfri sér að stúlkan væri bara að í leik með vinum sínum og að hún væri bara að ofhugsa þetta. Henni varð þó fljótlega ljóst að þarna væri eitthvað að.Þórhildur var stödd í heita pottinum í Nauthólsvík þegar hún tók eftir stúlku sem sýndi skrítin einkenni.Fréttablaðið/ernir eyjólfssonÞórhildur rýkur úr heita pottinum og kallar til mannsins síns að athuga með stúlkuna. Í sömu andrá náði stúlkan að koma upp vanmáttugu ópi og fór síðan alveg í kaf. Kristján náði sem betur fer taki á henni strax og hjálpaði henni upp úr. „Ég sá strax að þetta hafði verið rétt hjá mér og hljóp út í og tók á móti henni. Stúlkan náði varla andanum og hóstaði og skalf. Þegar ég tók utan um hana fann ég í hversu hversu miklu sjokki og hversu hrædd stúlkan var. Það liðu nokkrar mínútur þar til hún gat komið upp orði og sagt mér hvað hefði gerst,“ segir Þórhildur. Stúlkan reyndist ekki vera íslensk og var á ylströndinni ein og ósynd. Þórhildur segir í samtali við Vísi að Íslendingar þurfi í auknum mæli að vera vakandi fyrir einkennum drukknunar og fylgjast vel með hvort öðru í sjó og sundi, ekki aðeins okkar eigin börnum. Það eigi sérstaklega við í dag þegar við tökum á móti svona mörgum ferðamönnum sem margir hverjir eru ósyndir. „Þegar ég horfði á eftir stelpunni ganga í land ca tíu mínútum seinna sá ég strandvörðinn ganga aftur að svæðinu... gjörsamlega grunlaus,“ segir Þórhildur sem bætir við að það sé afar mikilvægt að sund-og strandverðir séu með athyglina í lagi í starfinu. Hún segist hafa talað við strandvörðinn sem var brugðið að heyra hvað hafði gerst. „Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi einkenni og vera vakandi fyrir þeim í hvert sinn sem farið er í sund því það getur bókstaflega bjargað mannslífi einn daginn.“ Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Þórhildur Ólafsdóttir var í fyrradag stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með kærastanum sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Kristján, kærasti hennar ákvað að fara með börnin í sjóinn á meðan Þórhildur varð eftir í heita pottinum. Á meðan hún sat og slakaði á í pottinum varð henni litið til strandvarðarins sem henni fannst sem væri annars hugar. Það varð til þess að hún fór að hugsa um einkenni drukknunar, sem eru allt öðruvísi en við sjáum almennt í kvikmyndum. Hún ákvað, fyrir tilviljun, að líta yfir svæðið og athuga hvort einhver sýndi þessi einkenni drukknunar, sem hún hafði lesið sér svo mikið til um. Það liðu ekki nema 2-3 mínútur þar til táningsstúlka í sjónum vekur athygli hennar. Hún var umkringd fólki en höfuðið var frekar neðarlega heldur vanalegt er og buslaði í vatninu með höndunum. Þórhildur hugsaði með sjálfri sér að stúlkan væri bara að í leik með vinum sínum og að hún væri bara að ofhugsa þetta. Henni varð þó fljótlega ljóst að þarna væri eitthvað að.Þórhildur var stödd í heita pottinum í Nauthólsvík þegar hún tók eftir stúlku sem sýndi skrítin einkenni.Fréttablaðið/ernir eyjólfssonÞórhildur rýkur úr heita pottinum og kallar til mannsins síns að athuga með stúlkuna. Í sömu andrá náði stúlkan að koma upp vanmáttugu ópi og fór síðan alveg í kaf. Kristján náði sem betur fer taki á henni strax og hjálpaði henni upp úr. „Ég sá strax að þetta hafði verið rétt hjá mér og hljóp út í og tók á móti henni. Stúlkan náði varla andanum og hóstaði og skalf. Þegar ég tók utan um hana fann ég í hversu hversu miklu sjokki og hversu hrædd stúlkan var. Það liðu nokkrar mínútur þar til hún gat komið upp orði og sagt mér hvað hefði gerst,“ segir Þórhildur. Stúlkan reyndist ekki vera íslensk og var á ylströndinni ein og ósynd. Þórhildur segir í samtali við Vísi að Íslendingar þurfi í auknum mæli að vera vakandi fyrir einkennum drukknunar og fylgjast vel með hvort öðru í sjó og sundi, ekki aðeins okkar eigin börnum. Það eigi sérstaklega við í dag þegar við tökum á móti svona mörgum ferðamönnum sem margir hverjir eru ósyndir. „Þegar ég horfði á eftir stelpunni ganga í land ca tíu mínútum seinna sá ég strandvörðinn ganga aftur að svæðinu... gjörsamlega grunlaus,“ segir Þórhildur sem bætir við að það sé afar mikilvægt að sund-og strandverðir séu með athyglina í lagi í starfinu. Hún segist hafa talað við strandvörðinn sem var brugðið að heyra hvað hafði gerst. „Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi einkenni og vera vakandi fyrir þeim í hvert sinn sem farið er í sund því það getur bókstaflega bjargað mannslífi einn daginn.“
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira