Varð svo þunglyndur af leik í Ku Klux Klan-mynd að hann klippti Hobbitann í eina mynd Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2018 10:07 Topher Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Vísir/Getty Leikarinn Topher Grace, sem margir muna kannski eftir úr gamanþáttunum The 70´s Show, varð svo þunglyndur eftir að hafa leikið í Ku Klux Klan-mynd Spike Lee að hann klippti Hobbita-þríleikinn niður í eina bíómynd. Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Hann segir leikinn í myndinni hafa reynt mikið á hann. „Ég varð svo þunglyndur. Það var svo truflandi að koma heim eftir að hafa leikið í bíómyndinni, og kveikja á sjónvarpinu og sjá fréttir þar sem þetta málefni er enn stór partur af okkar samfélagi,“ segir Grace við Indiewire og vísar þar í kynþáttaníð í Bandaríkjunum. Þegar Grace hafði lokið tökum á myndinni fór hann inn í bílskúr á heimili sínu og hófst handa við að klippa Hobbita-þríleikinn, sem Peter Jackson leikstýrði, niður í eina kvikmynd. Mörgum þótti þríleikur Jackson um Hobbita-söguna, sem J.R.R. Tolkien skrifaði, vera alltof langur og er Grace einn af þeim. „Margar af þessum kvikmyndaseríum stjórnast af peningum. Það er betra þegar listin ræður för,“ segir Grace. Hann lærði fyrst að nota klippiforrit árið 2012 og notaði þá kunnáttu til að klippa Star Wars-forleikinn, sem segir frá því hvernig Anakin Skywalker varð að Svarthöfða, niður í eina kvikmynd sem er 85 mínútur að lengd. BlacKkKlansman segir frá svörtum lögreglumanni sem ákveður að reyna að komast inn í Ku Klux Klan samtökin til að afhjúpa þá sem standa að baki þeim. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Ron Stallworth og mun gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara John David Washington, Adam Driver, Laura Harrier og Topher Grace. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í ár en verður frumsýnd í Bandaríkjunum 10. ágúst næstkomandi. Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Leikarinn Topher Grace, sem margir muna kannski eftir úr gamanþáttunum The 70´s Show, varð svo þunglyndur eftir að hafa leikið í Ku Klux Klan-mynd Spike Lee að hann klippti Hobbita-þríleikinn niður í eina bíómynd. Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Hann segir leikinn í myndinni hafa reynt mikið á hann. „Ég varð svo þunglyndur. Það var svo truflandi að koma heim eftir að hafa leikið í bíómyndinni, og kveikja á sjónvarpinu og sjá fréttir þar sem þetta málefni er enn stór partur af okkar samfélagi,“ segir Grace við Indiewire og vísar þar í kynþáttaníð í Bandaríkjunum. Þegar Grace hafði lokið tökum á myndinni fór hann inn í bílskúr á heimili sínu og hófst handa við að klippa Hobbita-þríleikinn, sem Peter Jackson leikstýrði, niður í eina kvikmynd. Mörgum þótti þríleikur Jackson um Hobbita-söguna, sem J.R.R. Tolkien skrifaði, vera alltof langur og er Grace einn af þeim. „Margar af þessum kvikmyndaseríum stjórnast af peningum. Það er betra þegar listin ræður för,“ segir Grace. Hann lærði fyrst að nota klippiforrit árið 2012 og notaði þá kunnáttu til að klippa Star Wars-forleikinn, sem segir frá því hvernig Anakin Skywalker varð að Svarthöfða, niður í eina kvikmynd sem er 85 mínútur að lengd. BlacKkKlansman segir frá svörtum lögreglumanni sem ákveður að reyna að komast inn í Ku Klux Klan samtökin til að afhjúpa þá sem standa að baki þeim. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Ron Stallworth og mun gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara John David Washington, Adam Driver, Laura Harrier og Topher Grace. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í ár en verður frumsýnd í Bandaríkjunum 10. ágúst næstkomandi.
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira