Körfubolti

Körfuboltafjölskyldan safnar fyrir fjölskyldu dómara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska körfuboltafjölskyldan á Eurobasket í Helsinki í fyrra.
Íslenska körfuboltafjölskyldan á Eurobasket í Helsinki í fyrra. Vísir/Getty
Íslenska körfuboltafjölskyldan er þekkt fyrir samtakamátt sinn eins og kom vel fram á síðustu tveimur Evrópumótum þar sem hún fjölmennti til Berlín og Helsinki.

Nú ætlar körfboltafjölskyldan að standa saman og styðja á bak við fjölskyldu sem glímir við erfið veikindi hjá yngsta barninu sínu.

Það eru nokkur úr körfuboltafjölskyldunni sem ákváðu að hrinda af stað söfnun fyrir fjölskylduna en körfuknattleiksdómarinn Halldór Geir Jensson varð fyrir miklu áfalli í júníbyrjun þegar yngsta barnið hans greindist með krabbamein.

Jón Guðmundsson, fyrrum dómari og þjálfari meistaraflokks Keflavíkur og konan hans Guðný Jónsdóttir halda utan um söfnunina og ætla þau að afhenda fjölskyldunni upphæðina sem safnast um miðjan ágúst.

Hér fyrir neðan má lesa meira um stöðu mála.



Kæra körfboltafjölskylda

Halldór Geir Jensson körfuknattleiksdómari til margra ára og fjölskylda hans urðu fyrir miklu áfalli 1.júní síðastliðin þegar tveggja ára dóttir þeirra Kristín greindist með afar sjaldgæft krabbamein í höfði.  

Staðan er því mjög erfið og framundan er löng og ströng barátta. Halldór Geir og kona hans eiga 3 ung börn og Kristín er yngsta barn þeirra. Ofan á svona áföll bætast oft við miklar fjárhagsáhyggjur vegna vinnutaps og ýmissa annara þátta.

Við erum hér nokkur úr körfuboltafjölskyldunni sem ákváðum að hrinda af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Margt smátt gerir eitt stórt og ef þið eruð aflögufær þá eru reikningsupplýsingar hér fyrir neðan.

Upphæðin sjálf er aukaatriði en aðalmálið er að sýna fjölskyldunni samhug á þessum erfiða tíma eins og körfboltafjölskyldan hefur áður gert.

Jón Guðmundsson þjálfari mfl. Keflavíkur og konan hans Guðný Jónsdóttir halda utan um söfnunina og ætla þau að afhenda fjölskyldunni upphæðina sem safnast um miðjan ágúst.

Vonandi tekur fólk vel í þetta framtak og leggur þessari söfnun lið – það mun ekki koma fram upphæð hvers og eins heldur fylgir upphæðinni sem safnast listi með nöfnum þeirra sem tóku þátt. Slíkt sýnir fjölskyldunni fyrst og fremst að við erum að hugsa hlýlega til þeirra á þessum erfiða tíma.

Þið megið endilega deila þessum pósti til aðila innan körfuboltafjölskyldunnar.

Söfnun líkur 10.ágúst

Reikningsnúmer: 142-05-005514                                                   Kennitala: 250870-4349

Virðingarfyllst,

Jón Guðmundsson, þjálfari mfl Keflavíkur

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari mfl Njarðvíkur

Örvar Þór Kristjánsson

Guðný Jónsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×