Það var ekki mikið fjörið í Laugardalnum er Fram og Njarðvík mættust í sautjándu umferðar Inkasso-deildar karla.
Niðurstaðan varð markalaust jafntefli en leikurinn var afar tíðindalítill. Helst ber að nefna að dómarinn kom frá Færeyjum, Marius Hanesn Grötta.
Framarar eru ekki í neinni baráttu heldur sigla lygnan sjó um miðja deild. Þeir eru í sjötta sæti með 21 stig, sjö stigum frá fallsæti og sautján stigum frá Pepsi-deildarsæti.
Njarðvík er enn í bullandi fallbaráttu. Þeir eru í áttunda sætinu með sautján stig en eru ekki nema þremur stigum frá fallsæti.
Markalaust í Laugardalnum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
