Íslenski boltinn

Þrettán ára skoraði tvö mörk

Orri Steinn og Grímur hressir í leikslok.
Orri Steinn og Grímur hressir í leikslok. mynd/fésbókarsíða Gróttu
Grótta rúllaði yfir Hött á heimavelli í 2. deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 5-0 en markaskorarar voru í yngri kantinum.

Grótta vann fimm marka sigur og er í fjórða sætinu með 30 stig. Þeir eru stigi frá toppnum en toppbaráttan í annarri deildinni er rosaleg.

Tvö af mörkum Gróttu í gærkvöldi skoraði Orri Steinn Óskarsson. Orri Steinn er þrettán ára en hann er fæddur árið 2004. Magnaður.

Orri Steinn er sonur þjálfara Gróttu Óskars Hrafns Þorvaldssonar en Óskar tók við stjórnartaumunum á Seltjarnanesi fyrir tímabilið. Þeir eru í góðum séns að komast upp.

Grímur Ingi Jakobsson lagði upp eitt marka Gróttu í eiknum en hann er eins og Orri Steinn enn gjaldgengur í þriðja flokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×