Íslenski boltinn

HK færist nær Pepsi-deildinni eftir stórsigur á Þór

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar skoraði tvö í dag.
Brynjar skoraði tvö í dag. vísir/ernir
HK sem er í öðru sæti Inkasso-deildarinnar er með fimm stiga forskot á Þór eftir 4-1 sigur í leik liðanna í Kórnum í kvöld.

Brynjar Jónasson kom HK yfir á fimmtu mínútu. Zeiko Lewis, lánsmaðurinn frá FH, bætti við tveimur mörkum áður en að hálfleik kom og 3-0 í hálfleik.

Tvöföld skipting Lárusar Orra Sigurðssonar, þjálfara Þórs, í hálfleik skilaði ekki miklu því Brynjar skoraði annað mark sitt og fjórða mark HK á 57. mínútu.

Jóhann Helgi Hannesson klóraði í bakkann í uppbótartíma en lokatölur 4-1.

HK er eftir sigurinn með 38 stig í öðru sætinu en Þór er í þriðju sætinu með 33 stig. Fimm leikir eru eftir af deildinni svo HK er í kjörstöðu.

Leiknir vann 1-0 sigur á Magna á Grenivík. Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði markið á sextándu mínútu en Leiknir er í sjöunda sætinu. Magni á botninum, þremur stigum frá öruggu sæti.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×