Íslenski boltinn

ÍA með fimmta sigurinn í röð │ Selfoss fór illa með Hauka

Einar Sigurvinsson skrifar
Hrvoje Tokic skoraði þrennu fyrir Selfoss í dag.
Hrvoje Tokic skoraði þrennu fyrir Selfoss í dag. vísir/getty
ÍA er í toppsæti Inkasso-deildarinnar eftir 2-0 sigur á ÍR í dag.

Stefán Teitur Þórðarson kom ÍA yfir á 25. mínútu og var staðan 1-0 fyrir Skagamönnum í hálfleik.

Það var síðan Jeppe Hansen sem gulltryggði ÍA öll stigin þrjú, en hann hefur verið sjóðheitur síðan hann mætti til liðsins frá Keflavík.

Selfoss vann öruggan sigur á Haukum í fallbaráttuslagnum. Leikurinn fór fram á Selfossi og lauk með 5-0 sigri Selfyssinga.

Hrvoje Tokic var á skotskónum fyrir Selfoss og skoraði þrjú mörk. Auk þess skoraði Guðmundur Axel Hilmarsson fyrir Selfoss og Kristinn Pétursson sjálfsmark.

Með sigrinum fer Selfoss í 10. sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi meira en Haukar í 11. sætinu.

Upplýsingar fengnar af fótbolta.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×