Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. ágúst 2018 07:15 Arcade Fire sér fyrir endann á tónleikaferðalagi sínu. Finna fyrir orku og lofa góðum tónleikum. Nordicphotos/Getty „Við erum mjög spennt fyrir því að koma,“ segir Tim Kingsbury, bassaleikari kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, þegar blaðamaður heyrir í honum hljóðið. Sveitin var þá stödd í Belgíu og átti eftir að spila á tónlistarhátíðinni Pukkelpop um kvöldið. Evróputúr sveitarinnar fer senn að ljúka en síðasti viðkomustaður hennar, áður en hún fer í stutt frí, verður hér á landi. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll á þriðjudag. Hann segir mikla spennu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima fyrir því að koma hingað til lands. „Við höfum viljað halda tónleika á Íslandi í langan tíma. Það hefur einhvern veginn aldrei gengið upp,“ segir Tim. Tækifærið hafi því verið kjörið núna, en Arcade Fire gaf út plötuna Everything Now í fyrra, og hefur frá því verið á tónleikaferðalagi nær sleitulaust. Hann segir að með tónleikaferðalaginu hafi þau viljað fjölga viðkomum sínum í löndum þar sem þau hafa aldrei spilað áður. Hljómsveitin skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 með útgáfu plötunnar Funeral. Í kjölfarið hafa þau gefið út fjórar til viðbótar; Neon Bible, The Suburbs, Reflektor og Everything Now, en allar þykja vera prýðistónsmíðar. Sveitina mynda þau Win Butler, Régine Chassagne, Will Butler, Richard Reed Parry, Jeremy Gara, auk viðmælandans Tims.MANCHESTER, ENGLAND - JULY 06: Tim Kingsbury of Arcade Fire performs at Castlefield Bowl on July 6, 2017 in Manchester, England. (Photo by Shirlaine Forrest/WireImage)Öll lenda þau hér á landi á sunnudag en Tim segir að þau hyggist skoða sig um og kynnast landi og þjóð í fríinu sem þau fá á mánudag. Hann hafi sjálfur heyrt að náttúrufegurðin hér sé meiriháttar. Á þriðjudag muni þau síðan koma sér í tónleikagírinn. „Þeir verða stórskemmtilegir. Það sér fyrir endann á tónleikaferðalaginu okkar þannig að andinn hefur verið góður á meðal okkar undanfarið. Við finnum öll fyrir aukinni orku og munum spila efni af nýju plötunni auk eldri slagara,“ segir Tim. Tim segir að hljómsveitin hafi unnið baki brotnu undanfarið ár, allt frá því að Everything Now kom út. Kærkomið frí taki því næst við. „Við erum búin að vera á fullu undanfarið ár frá því að platan kom út. Þess vegna ætlum við að taka okkur smá frí og erum ekki með nein plön að svo stöddu. Að því loknu munum við koma saman aftur og ákveða hver næstu skref verða.“ Að lokum, er eitthvað sem aðdáendur ættu að hafa í huga fyrir tónleikana á þriðjudag? „Við erum allavega mjög spennt og erum handviss um að þetta verði frábærir tónleikar. Við hvetjum alla til að koma á dansskónum!“ segir Tim að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
„Við erum mjög spennt fyrir því að koma,“ segir Tim Kingsbury, bassaleikari kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, þegar blaðamaður heyrir í honum hljóðið. Sveitin var þá stödd í Belgíu og átti eftir að spila á tónlistarhátíðinni Pukkelpop um kvöldið. Evróputúr sveitarinnar fer senn að ljúka en síðasti viðkomustaður hennar, áður en hún fer í stutt frí, verður hér á landi. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll á þriðjudag. Hann segir mikla spennu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima fyrir því að koma hingað til lands. „Við höfum viljað halda tónleika á Íslandi í langan tíma. Það hefur einhvern veginn aldrei gengið upp,“ segir Tim. Tækifærið hafi því verið kjörið núna, en Arcade Fire gaf út plötuna Everything Now í fyrra, og hefur frá því verið á tónleikaferðalagi nær sleitulaust. Hann segir að með tónleikaferðalaginu hafi þau viljað fjölga viðkomum sínum í löndum þar sem þau hafa aldrei spilað áður. Hljómsveitin skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 með útgáfu plötunnar Funeral. Í kjölfarið hafa þau gefið út fjórar til viðbótar; Neon Bible, The Suburbs, Reflektor og Everything Now, en allar þykja vera prýðistónsmíðar. Sveitina mynda þau Win Butler, Régine Chassagne, Will Butler, Richard Reed Parry, Jeremy Gara, auk viðmælandans Tims.MANCHESTER, ENGLAND - JULY 06: Tim Kingsbury of Arcade Fire performs at Castlefield Bowl on July 6, 2017 in Manchester, England. (Photo by Shirlaine Forrest/WireImage)Öll lenda þau hér á landi á sunnudag en Tim segir að þau hyggist skoða sig um og kynnast landi og þjóð í fríinu sem þau fá á mánudag. Hann hafi sjálfur heyrt að náttúrufegurðin hér sé meiriháttar. Á þriðjudag muni þau síðan koma sér í tónleikagírinn. „Þeir verða stórskemmtilegir. Það sér fyrir endann á tónleikaferðalaginu okkar þannig að andinn hefur verið góður á meðal okkar undanfarið. Við finnum öll fyrir aukinni orku og munum spila efni af nýju plötunni auk eldri slagara,“ segir Tim. Tim segir að hljómsveitin hafi unnið baki brotnu undanfarið ár, allt frá því að Everything Now kom út. Kærkomið frí taki því næst við. „Við erum búin að vera á fullu undanfarið ár frá því að platan kom út. Þess vegna ætlum við að taka okkur smá frí og erum ekki með nein plön að svo stöddu. Að því loknu munum við koma saman aftur og ákveða hver næstu skref verða.“ Að lokum, er eitthvað sem aðdáendur ættu að hafa í huga fyrir tónleikana á þriðjudag? „Við erum allavega mjög spennt og erum handviss um að þetta verði frábærir tónleikar. Við hvetjum alla til að koma á dansskónum!“ segir Tim að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira