Íslenski boltinn

„Bikarúrslit snúast um að vinna“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar
Breiðablik er bikarmeistari í fótbolta 2016
Breiðablik er bikarmeistari í fótbolta 2016 vísir/vilhelm
Breiðablik er bikarmeistari kvenna í fótbolta eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleiknum í Laugardalnum í kvöld. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum himinlifandi í leikslok.

„Ég er mjög sáttur og stoltur af þessum sigri,“ sagði Þorsteinn í leikslok.

„Mér fannst við betri í fyrri hálfleik en þær hefðu getað komist yfir í byrjun. Í seinni hálfleik fórum við aðeins of mikið í það að halda, hefðum átt að nýta tækifærið til þess að drepa leikinn og ég hefði viljað sjá okkur gera það.“

„En bikarúrslit snúast ekki um það, þau snúast um að vinna og það er það sem við gerðum.“

Eftir að Blikar höfðu leitt 2-0 allan seinni hálfleikinn náðu Stjörnukonur að minnka muninn undir lokin. Var farið að fara um Þorstein á hliðarlínunni á loka mínútunum? „Ég er alltaf stressaður.“

Blikar eru bikarmeistarar og geta unnið tvöfalt í haust, þær eru í harðri baráttu á toppi Pepsi deildarinnar. Stefnan hlýtur að vera sett á Íslandsmeistaratitilinn líka?

„Við ætlum að njóta þess að hafa unnið í dag, eina markmiðið okkar á morgun verður að vinna á þriðjudaginn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×