Íslenski boltinn

Harpa borin af velli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar
Harpa er líklega illa meidd.
Harpa er líklega illa meidd. vísir/ernir
Bera þurfti Hörpu Þorsteinsdóttur, leikmann Stjörnunnar, af velli í seinni hálfleik í bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks sem nú stendur yfir.

Harpa var að elta sendingu og hneig í jörðina og var strax ljóst að um alvarleg meiðsli var að ræða. Það þurfti að kalla til sjúkraliða sem báru Hörpu af leikvelli.

Það eru ekki aðeins slæmar fréttir fyrir Hörpu sjálfa og Stjörnuna ef hún er illa meidd heldur líka íslenska landsliðið sem á framundan mjög mikilvæga leiki í undankeppni HM í Frakklandi nú i byrjun september. 

Stjarnan er 2-0 undir í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki þegar þessi frétt er skrifuð og um 20 mínútur eru til leiksloka. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×