Íslenski boltinn

Tapaði með þeim í bikaúrslitaleiknum í fyrra en getur unnið þær í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir. Fréttablaðið/Ernir
Gamall liðsfélagi Stjörnukvenna gæti reynst þeim erfið viðureignar á Laugardalsvellinum í kvöld.

Stjarnan og Breiðablik mætast í kvöld í úrslitaleik Mjólkursbikars kvenna í fótbolta en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Stærsti hluti Stjörnuliðsins í dag þurfti að sætta sig við tap í framlengingu á móti ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra.

Einn leikmaður silfurliðs Stjörnunnar frá því í fyrra er aftur á móti andstæðingur Garðabæjarliðsins í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum í kvöld.

Agla María Albertsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna í bikarúrslitaleiknum í fyrra og jafnaði þá metin í 1-1. ÍBV vann á endanum 3-2 í framlengingu.

Agla María skipti yfir í Breiðablik í vetur og hefur átt mjög gott tímabil með Kópavogsliðinu.

Agla María átti meðal annars þátt í þrjú af sex mörkum Breiðabliks í 6-2 sigri (1 mark og 2 stoðsendingar) á Stjörnunni í leik liðanna í maí og fiskaði aukaspyrnuna sem Selma Sól Magnúsdóttir skoraði sigurmarkið úr í seinni leik liðanna í júlí.

Agla María Albertsdóttir hefur alls komið að 13 mörkum Blika í Pepsi-deild kvenna í sumar, skorað 6 mörk sjálf og gefið 7 stoðsendingar að auki. Fimm af stoðsendingum hennar hafa komið í síðustu tveimur leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×