Íslenski boltinn

Ejub: Við áttum að fara í úrslitaleikinn

Árni Jóhannsson skrifar
Ejub er yfirleitt líflegur á hliðarlínunni.
Ejub er yfirleitt líflegur á hliðarlínunni. vísir/stefán
Eins ánægður og Ágúst Gylfason var með úrslit leiksins í kvöld þá var Ejub Purisevic alveg hinum megin á skalanum. Hans menn voru ca. hálfri mínútu frá því að komast í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni en sitja eftir með sárt ennið eftir hádramatík og vítaspyrnukeppni.

„Það er lítið að segja. Mér finnst að við áttum að fara í úrslitaleikinn. Planið okkar gekk upp og mér leið mjög vel allan leikinn og ég átti aldrei von á því að fá jöfnunarmarkið á okkur. Það er mjög skrýtin tilfinning að fá á sig jöfnunarmark í restina“.

Kvame Quee var í ótrúlegu dauðafæri í lok leiks sem hefði klárað leikinn ef betur hefði farið en í staðinn fengu Víkingarnir jöfnunarmark á sig með lokaspyrnu leiksins. Átti hann kannksi að fara út í horn og tefja leikinn?

„Hann þurfti ekkert að tefja neitt, hann spilaði boltanum upp og reyna að skora. Í báðu tilvikum sem við fáum á okkur mark þá voru það skrýtnar einstaklingsákvarðanir. Ég veit ekki hvað menn voru að spá en þeir vou að gleyma sér aðeins.”

„Ég ætla að hrósa mínu liði, við vorum virkilega flottir og Blikarnir áttu engin svör við leik okkar. Dómarinn gaf þeim einhverjar fjórar eða fimm aukaspyrnur sem voru einu hætturnar frá þeim. Liðið mitt spilaði mjög vel og við vorum óheppnir að klára ekki leikinn með því að ná þriðja markinu“.

„Ég á eftir að horfa á þennan leik og sjá hvað hefði getað farið betur og kannski geyma það þangað til eftir tímabilið. Þá er kannski hægt að hugsa um þetta. Þetta er sárt en við tökum þessu standandi og höldum áfram. Mjög ánægður og stoltur af mínu liði“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×