Íslenski boltinn

Ágúst: Galdur í lokin sem kom okkur í úrslitaleikinn

Árni Jóhannsson skrifar
Ágúst getur verið sáttur með sína menn.
Ágúst getur verið sáttur með sína menn. vísir/daníel
Þjálfara Breiðabliks átti, aldrei þessu vant, erfitt með að orða það hvernig honum leið strax eftir leik þegar ljóst var að Breiðblik mun leika til úrslita í Mjólkurbikarnum.

„Þvílíkar tilfinningar. Þetta er með algjörum ólíkindum. Ég hélt að þetta væri búið. Við rétt náðum jafna þetta sem var mjög sterkt og ótrúlegt."

„Víkingur Ól. var mjög sterkt, skipulagðir og áttu algjörlega skilið að komast í úrslitaleikinn en það er bara eitt lið sem fer en þvílík dramatík. Ég veit það ekki, þetta er einhver hrærigrautur í mér," sagði hann eftir dágóða stund en var spurður síðan að tvennudraumarnir væru enn á lífi.

„Já en við erum ekkert endilega að hugsa um það núna og fögnum því vel en ég er strax farinn að hugsa um Vals leikinn á mánudaginn og þarf að kanna ástandið á leikmönnunum mínum."

„Þessi leikur tók vel í og eiga Víkingur Ó. heiður skilið, Ejub og hans menn voru mjög skipulagðir, þetta var vel sett upp hjá þeim en það var einhver galdur í þessu í lokin sem gerði það að verkum að við erum komnir í úrslitaleikinn 15. september“.

Ágúst var að lokum beðinn um að reyna að leggja mat á leikinn en þetta gat heldur betur dottið báðum megin í kvöld.

„Maður sá náttúrlega sá hvernig þeir lögðu þetta upp. Ætluðu að liggja til baka og ef ég hefði verið þjálfari þeirra þá hefði ég gert þetta líka svona, við vorum dálítið óskipulagðir og vildum reyna að sækja á þá en þeir vörðust vel og skoruðu tvö mörk á okkur úr föstu leikatriði sem er mjög óvanalegt en það er geggjað að vera kominn í bikarúrslit.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×