Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2018 20:24 Áhöld eru um hvort íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Árborgar sé lögleg. Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kemur fram að kjörseðill í kosningunum sé ógildur taki kjósandi ekki afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórn Árborgar sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem leiðrétting er gerð á framkvæmd íbúakosninganna sem verður eftir tvo daga. Í kynningarblaði, sem borið var í hvert hús í sveitarfélaginu, kom fram að „svara yrði báðum spurningunum kjörseðilsins og að ef aðeins annarri þeirra yrði svarað teldist kjörseðillin ógildur.“ Í tilkynningu bæjarstjórnar í dag kemur fram að upplýsingarnar í kynningarblaðinu séu ekki réttar og að kjósendur geti kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. Ástæðan fyrir því að leiðréttingin var send út var vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og reyna þvinga fram afstöðu kjósandans í kosningu sem var knúin fram með undirskriftarsöfnun í vor. Íbúakosningin á laugardag snýst um breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæ Árborgar en mikil ólga er meðal íbúa um hvernig bæjaryfirvöld hafa ráðstafað svæðinu og hvernig staðið hefur verið að íbúakosningunni. Sigtún þróunarfélag fékk svæðið til uppbyggingar án útboðs og ætlar félagið að byggja upp miðbæinn með endurbyggingu húsa víðsvegar af á landinu sem horfin eru af sjónarsviðinu.Neitar fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi kjósenda Málið er hápólitískt og var eitt af aðalkosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætli ekki kjósa með breyttu skipulagi. Forseti bæjarstjórnar í Árborg, Helgi S. Haraldsson, segir íbúakosningar á laugardaginn hafa verið undirbúnar vel og vandlega. „Þetta er raunverulega fyrsta alvöru íbúakosningin sem getur orðið bindandi ákvörðun og það var mat manna og yfirkjörstjórnar að benda á þetta þannig að það væri öruggt að þetta væri rétt.“ Aðspurður hvort að bæjarstjórnin hafi sent tilkynninguna á þeim forsendum að þau sjái fram á að brjóta á tjáningarfrelsi eða kosningarétti þeirra sem koma til með að kjósa á laugardaginn svarar Helgi: „Alls ekki, það var bara mat yfirkjörstjórnar okkar að þetta væru tvær spurningar og það mætti svara þeim á hvorn hátt fyrir sig eða skila inn auðu.“ Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Áhöld eru um hvort íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Árborgar sé lögleg. Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kemur fram að kjörseðill í kosningunum sé ógildur taki kjósandi ekki afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórn Árborgar sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem leiðrétting er gerð á framkvæmd íbúakosninganna sem verður eftir tvo daga. Í kynningarblaði, sem borið var í hvert hús í sveitarfélaginu, kom fram að „svara yrði báðum spurningunum kjörseðilsins og að ef aðeins annarri þeirra yrði svarað teldist kjörseðillin ógildur.“ Í tilkynningu bæjarstjórnar í dag kemur fram að upplýsingarnar í kynningarblaðinu séu ekki réttar og að kjósendur geti kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. Ástæðan fyrir því að leiðréttingin var send út var vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og reyna þvinga fram afstöðu kjósandans í kosningu sem var knúin fram með undirskriftarsöfnun í vor. Íbúakosningin á laugardag snýst um breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæ Árborgar en mikil ólga er meðal íbúa um hvernig bæjaryfirvöld hafa ráðstafað svæðinu og hvernig staðið hefur verið að íbúakosningunni. Sigtún þróunarfélag fékk svæðið til uppbyggingar án útboðs og ætlar félagið að byggja upp miðbæinn með endurbyggingu húsa víðsvegar af á landinu sem horfin eru af sjónarsviðinu.Neitar fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi kjósenda Málið er hápólitískt og var eitt af aðalkosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætli ekki kjósa með breyttu skipulagi. Forseti bæjarstjórnar í Árborg, Helgi S. Haraldsson, segir íbúakosningar á laugardaginn hafa verið undirbúnar vel og vandlega. „Þetta er raunverulega fyrsta alvöru íbúakosningin sem getur orðið bindandi ákvörðun og það var mat manna og yfirkjörstjórnar að benda á þetta þannig að það væri öruggt að þetta væri rétt.“ Aðspurður hvort að bæjarstjórnin hafi sent tilkynninguna á þeim forsendum að þau sjái fram á að brjóta á tjáningarfrelsi eða kosningarétti þeirra sem koma til með að kjósa á laugardaginn svarar Helgi: „Alls ekki, það var bara mat yfirkjörstjórnar okkar að þetta væru tvær spurningar og það mætti svara þeim á hvorn hátt fyrir sig eða skila inn auðu.“
Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32