Jóhann Berg: Engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 13:30 Jóhann Berg Guðmundsson á blaðamannafundinum. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var fulltrúi leikmanna Burnley á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins á móti Basaksehir í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Jóhann Berg er reynslubolti Burnley-liðsins þegar kemur að því að spila í Evrópudeildinni en hann fór í tvígang í átta liða úrslit keppninnar með hollenska liðinu AZ Alkmaar. Burnley er á heimavelli í kvöld og í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tyrklandi. „Stundum er það þannig hér í Englandi að lið vilja ekki spila í Evrópudeildinni. Við viljum það hinsvegar. Það verður skemmtilegra fyrir okkur að spila fleiri leiki og vonandi getum við verið í þessari keppni sem lengst,“ sagði Jóhann Berg. Heimasíða Burnley segir frá. „Það er erfitt að komast í riðlakeppnina en það er okkar markmið. Við getum vonandi tekið stórt skref í áttina þangað með því að vinna Istanbul Basaksehir,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW: @Gudmundsson7 knows what it's like to go deep in the @EuropaLeague and wants another crack at it. Read: https://t.co/9qeUm181Ndpic.twitter.com/hKtUGXogco — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 16, 2018 „Við vitum að það verður erfitt að komast í riðlakeppnina en við viljum komast þangað. Flestir leikmennirnir okkar hafa ekki spilað í Evrópukeppni og þeir vilja fá að reyna sig í þessari keppni,“ sagði Jóhann Berg. „Það er bara jákvætt fyrir okkur að komast þangað. Þetta er skemmtileg keppni og á meðan við erum heilir og í formi þá hef ég engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum hvað við þurfum að gera. Um leið og við erum þéttir til baka þá erum við hættulegir og þá sérstaklega á Turf Moor. Það verður líka örugglega meiri sóknarbolti hjá okkur en í fyrri leiknum,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum að við þurfum að skora mark til að komast áfram og því munum við örugglega sækja meira en þá. Svona er bara Evrópudeildin. Stundum þurfa lið að loka öllum leiðum í útileikjum og reyna að halda markinu hreinu,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW | "We are only three games in, but how much have you enjoyed being in the Europa League and how keen are you to have as much as possible?" @Gudmundsson7 looks ahead to tomorrow night's @EuropaLeague tie against @ibfk2014 WATCH https://t.co/KnFRNzwdEfpic.twitter.com/OFbGBTHkhT — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 15, 2018 „Mér fannst við standa okkur vel í Istanbul. Við sýndum fagmennsku og náðum þeim úrslitum sem við þurfum að fá. Þeir voru mikið með boltann en ógnuðu ekki mikið. Vonandi þurfum við ekki að verjast eins mikið á morgun. Við viljum sækja aðeins meira og skora einhver mörk,“ sagði Jóhann Berg. „Þetta verður erfitt en við getum komist áfram,“ sagði Jóhann Berg. Burnley mætir væntanlega gríska liðinu Olympiakos í umspilinu takist liðinu að slá út Tyrkina í kvöld. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var fulltrúi leikmanna Burnley á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins á móti Basaksehir í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Jóhann Berg er reynslubolti Burnley-liðsins þegar kemur að því að spila í Evrópudeildinni en hann fór í tvígang í átta liða úrslit keppninnar með hollenska liðinu AZ Alkmaar. Burnley er á heimavelli í kvöld og í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tyrklandi. „Stundum er það þannig hér í Englandi að lið vilja ekki spila í Evrópudeildinni. Við viljum það hinsvegar. Það verður skemmtilegra fyrir okkur að spila fleiri leiki og vonandi getum við verið í þessari keppni sem lengst,“ sagði Jóhann Berg. Heimasíða Burnley segir frá. „Það er erfitt að komast í riðlakeppnina en það er okkar markmið. Við getum vonandi tekið stórt skref í áttina þangað með því að vinna Istanbul Basaksehir,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW: @Gudmundsson7 knows what it's like to go deep in the @EuropaLeague and wants another crack at it. Read: https://t.co/9qeUm181Ndpic.twitter.com/hKtUGXogco — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 16, 2018 „Við vitum að það verður erfitt að komast í riðlakeppnina en við viljum komast þangað. Flestir leikmennirnir okkar hafa ekki spilað í Evrópukeppni og þeir vilja fá að reyna sig í þessari keppni,“ sagði Jóhann Berg. „Það er bara jákvætt fyrir okkur að komast þangað. Þetta er skemmtileg keppni og á meðan við erum heilir og í formi þá hef ég engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum hvað við þurfum að gera. Um leið og við erum þéttir til baka þá erum við hættulegir og þá sérstaklega á Turf Moor. Það verður líka örugglega meiri sóknarbolti hjá okkur en í fyrri leiknum,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum að við þurfum að skora mark til að komast áfram og því munum við örugglega sækja meira en þá. Svona er bara Evrópudeildin. Stundum þurfa lið að loka öllum leiðum í útileikjum og reyna að halda markinu hreinu,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW | "We are only three games in, but how much have you enjoyed being in the Europa League and how keen are you to have as much as possible?" @Gudmundsson7 looks ahead to tomorrow night's @EuropaLeague tie against @ibfk2014 WATCH https://t.co/KnFRNzwdEfpic.twitter.com/OFbGBTHkhT — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 15, 2018 „Mér fannst við standa okkur vel í Istanbul. Við sýndum fagmennsku og náðum þeim úrslitum sem við þurfum að fá. Þeir voru mikið með boltann en ógnuðu ekki mikið. Vonandi þurfum við ekki að verjast eins mikið á morgun. Við viljum sækja aðeins meira og skora einhver mörk,“ sagði Jóhann Berg. „Þetta verður erfitt en við getum komist áfram,“ sagði Jóhann Berg. Burnley mætir væntanlega gríska liðinu Olympiakos í umspilinu takist liðinu að slá út Tyrkina í kvöld.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira