Landnámsbær telst fundinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:00 Bergsveinn kann vel við sig í vestfirsku umhverfi og nýtur þess að taka þátt í fornleifarannsóknum á söguslóðum þar. Bergsveinn Birgisson rithöfundur svarar í símann, svolítið móður og ég sé hann fyrir mér skokkandi á norskum skógarstíg. En, nei, hann er þá norður á Ströndum að grafa upp ævagömul bein. „Ég er bara í Sandvík að grafa. Það er kominn upp hellingur af beinum og járnfleygur, “ segir hann og er greinilega í essinu sínu. „Svo erum við komin niður á einhvern við líka sem þarf að skoða gaumgæfilega. Þetta er gaman. Sennilega er þetta allt mjög gamalt en ekkert er hægt að gefa út um það fyrr en búið er að rannsaka það.“ Hann segir eitt nautgripabein úr sama haug hafa verið aldursgreint og með 95% öryggi sé fullyrt að það sé frá árabilinu 777 til 973 og með 88% öryggi árabilinu 850 til 910. Verða bein ekkert að mold á svona löngum tíma? Prestarnir segja jú alltaf: Að jörðu skaltu aftur verða?…? „Ekki hér, jarðvegurinn er sandur sem hleypir engu súrefni að, svo brjósk varðveitist, hvað þá bein.“ Sandvík er drjúgt steinsnar austan við þorpið á Drangsnesi. Sex eru við gröft þar þessa stundina, að sögn Bergsveins, bæði lærðir og leikir. En hefur hópurinn komið niður á bæ? „Við erum aðallega í öskuhaugnum enn þá og vinnum okkur þaðan. Fólk hefur varla hent rusli langt á þessum tíma. Það eru samt tóftir hér sem enginn veit hversu gamlar eru og enginn veit skil á.“Sandvík er steinsnar frá þorpinu á Drangsnesi, að minnsta kosti fyrir Strandamanninn sterka.Sandvík er við Selströnd, í mynni Steingrímsfjarðar og það sérstaka við landnámsbæinn þar er að engum sögum fer af búsetu manna í víkinni, hvorki í Landnámabók né öðrum norrænum textum, að sögn Bergsveins. „En hér eru svína, kinda, geita- og nautgripabein. Vitað er að svínin dóu út snemma og það hjálpar til við aldursgreiningar.“ Bergsveinn verður að líkindum fundarstjóri á stóru málþingi um fornleifar Stranda sem haldið verður í Hveravík á Drangsnesi á laugardaginn. Þar verður um fleira fjallað en uppgröftinn í Sandvík. „Þessi fornleifafundur verður settur í samhengi við svæðið við Norður-Atlantshafið,“ upplýsir Bergsveinn og kveðst ætla að segja nokkur orð um ætlað landnám Gríms Ingjaldssonar í Grímsey á Steingrímsfirði. „Þó er varla mögulegt að þar hafi verið landnámsmaður því þar þrýtur vatn,“ segir hann og bætir við. „Heimildir eru illa varðveittar af þessu svæði, þeir sem skrifuðu Landnámu fóru ekkert hér um og vissu fátt nema það að Geirmundur Heljarskinn var hér inni í botni Steingrímsfjarðar með eitt bú, að Geirmundarstöðum. Bergsveinn býst við mörgum á svæðið um helgina, bæði í söguröltið í Sandvík með fornleifafræðingunum milli 18 og 20 á föstudag, og á málþingið sem stendur frá 11 til 16. 30 á laugardag. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bergsveinn Birgisson rithöfundur svarar í símann, svolítið móður og ég sé hann fyrir mér skokkandi á norskum skógarstíg. En, nei, hann er þá norður á Ströndum að grafa upp ævagömul bein. „Ég er bara í Sandvík að grafa. Það er kominn upp hellingur af beinum og járnfleygur, “ segir hann og er greinilega í essinu sínu. „Svo erum við komin niður á einhvern við líka sem þarf að skoða gaumgæfilega. Þetta er gaman. Sennilega er þetta allt mjög gamalt en ekkert er hægt að gefa út um það fyrr en búið er að rannsaka það.“ Hann segir eitt nautgripabein úr sama haug hafa verið aldursgreint og með 95% öryggi sé fullyrt að það sé frá árabilinu 777 til 973 og með 88% öryggi árabilinu 850 til 910. Verða bein ekkert að mold á svona löngum tíma? Prestarnir segja jú alltaf: Að jörðu skaltu aftur verða?…? „Ekki hér, jarðvegurinn er sandur sem hleypir engu súrefni að, svo brjósk varðveitist, hvað þá bein.“ Sandvík er drjúgt steinsnar austan við þorpið á Drangsnesi. Sex eru við gröft þar þessa stundina, að sögn Bergsveins, bæði lærðir og leikir. En hefur hópurinn komið niður á bæ? „Við erum aðallega í öskuhaugnum enn þá og vinnum okkur þaðan. Fólk hefur varla hent rusli langt á þessum tíma. Það eru samt tóftir hér sem enginn veit hversu gamlar eru og enginn veit skil á.“Sandvík er steinsnar frá þorpinu á Drangsnesi, að minnsta kosti fyrir Strandamanninn sterka.Sandvík er við Selströnd, í mynni Steingrímsfjarðar og það sérstaka við landnámsbæinn þar er að engum sögum fer af búsetu manna í víkinni, hvorki í Landnámabók né öðrum norrænum textum, að sögn Bergsveins. „En hér eru svína, kinda, geita- og nautgripabein. Vitað er að svínin dóu út snemma og það hjálpar til við aldursgreiningar.“ Bergsveinn verður að líkindum fundarstjóri á stóru málþingi um fornleifar Stranda sem haldið verður í Hveravík á Drangsnesi á laugardaginn. Þar verður um fleira fjallað en uppgröftinn í Sandvík. „Þessi fornleifafundur verður settur í samhengi við svæðið við Norður-Atlantshafið,“ upplýsir Bergsveinn og kveðst ætla að segja nokkur orð um ætlað landnám Gríms Ingjaldssonar í Grímsey á Steingrímsfirði. „Þó er varla mögulegt að þar hafi verið landnámsmaður því þar þrýtur vatn,“ segir hann og bætir við. „Heimildir eru illa varðveittar af þessu svæði, þeir sem skrifuðu Landnámu fóru ekkert hér um og vissu fátt nema það að Geirmundur Heljarskinn var hér inni í botni Steingrímsfjarðar með eitt bú, að Geirmundarstöðum. Bergsveinn býst við mörgum á svæðið um helgina, bæði í söguröltið í Sandvík með fornleifafræðingunum milli 18 og 20 á föstudag, og á málþingið sem stendur frá 11 til 16. 30 á laugardag.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira