„Engin þörf til að hafa uppi stór orð“ um Landsímareitinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 11:15 Sturla Böðvarsson skorar á borgarstjórann Dag B. Eggertsson að grípa í taumana á Austurvelli. Vísir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir það „sjálfsagt að rifja upp“ málefni Landsímareitsins svokallaða, þar sem nú er verið að reisa hótel. Í færslu sem Dagur ritar á Facebook segir hann að það sé „engin þörf til að hafa uppi stór orð“ um málið, þrátt fyrir harða gagnrýni Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi forseta Alþingis, sem sá síðarnefndi setti fram í grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Óviðeigandi framkvæmd í höfuðborginni okkar,“ setur Sturla út á niðurrif Landsímahússins á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsenstrætis sem fær að víkja fyrir nýrri hótelbyggingu. Hann er ekki sá fyrsti sem setur út á framkvæmdina, en Vísir hefur reglulega greint frá sambærilegri gagnrýni - auk svaranna við henni. Gagnrýnin hefur hvað helst endurspeglað áhyggjur fólks af röskun á gröfum í Víkurgarði, sem einnig er kallaður Fógetagarður. Sturla segir að framkvæmdirnar séu til marks um „virðingarleysið“ sem núverandi eigendur reitsins og borgaryfirvöld sýna Fógetagarðinum - „og hinum forna grafreit sem hefur verið raskað sem og skipulagi á Alþingisreitnum.“ Þar að auki segir Sturla að hótelrekstur á þessu horni muni „setja svæðið í mikið uppnám vegna þeirrar umferðar sem fylgir slíkum rekstri í næsta nágrenni við Alþingi,“ eins og hann orðar það.Svarta keilan stendur nú á horni Austurvallar.VísirÍ grein sinni setur Sturla jafnframt út á listarverkið „Svörtu keiluna,“ sem stendur fyrir framan alþingishúsið. Um er að ræða verk eftir spænska listamanninn Santiago Sierra sem líkist helst bjargi með sprungu í því miðju. Sierra gaf íslensku þjóðinni verkið í janúar árið 2012 og er því ætlað að vera minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Staðsetningu verksins var mótmælt á sínum tíma, á þeim forsendum að það þótti raska heildarmynd Austurvallar. Sturlu þykir ekki mikið til verksins koma og þykir honum ankannalegt að það skuli standa á milli styttanna af Jóni Sigurðssyni og Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á þing. Hann leiðir sig að þeirri niðurstöðu að stjórnendur borgarinnar hafi í raun sett steininn á þennan stað „til háðungar Alþingi Íslendinga,“ segir Sturla. „Það er fátt uppbyggilegt við þetta „listaverk“ og er borginni til skammar. Borgaryfirvöld ættu að fagna 100 ára afmæli fullveldis þjóðarinnar með því að láta bera grjótið í burtu.“Dagur svarar Í lok greinar sinnar skorar Sturla á borgarstjórann að stöðva framkvæmdirnar við Kirkjustræti og fjarlægja fyrrnefnt listaverk. Það eigi betur heima annars staðar.„Stjórnendur höfuðborgarinnar geta ekki komið fram með þeim hætti sem gert er með fullkomnu virðingarleysi við þjóðþingið og umhverfi þess í miðju borgarinnar.“ Í færslu sinni á Facebook bregst Dagur við þessum skrifum Sturlu. Borgarstjórinn segir að eftir „nokkrar deilur náðist full sátt milli framkvæmdaaðila og Alþingis fyrir þremur árum síðan, sem birtist meðal annars í því að Alþingi dró til baka kæru sína á skipulagið í maí 2015.“ Þetta hafi átt sér stað eftir að Sturla var hættur á þingi, en hann sagði skilið við Alþingi árið 2009. Þar að auki hafi deilum um staðsetningu Svörtu keilunnar lokið árið 2012 með því að verkið var flutt á núverandi stað, skrifar Dagur og vísar í fjölmiðlaumfjöllun þess tíma máli sínu til stuðnings. Færslu borgarstjóra má sjá hér að neðan. Skipulag Tengdar fréttir Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00 Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00 Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir það „sjálfsagt að rifja upp“ málefni Landsímareitsins svokallaða, þar sem nú er verið að reisa hótel. Í færslu sem Dagur ritar á Facebook segir hann að það sé „engin þörf til að hafa uppi stór orð“ um málið, þrátt fyrir harða gagnrýni Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi forseta Alþingis, sem sá síðarnefndi setti fram í grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Óviðeigandi framkvæmd í höfuðborginni okkar,“ setur Sturla út á niðurrif Landsímahússins á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsenstrætis sem fær að víkja fyrir nýrri hótelbyggingu. Hann er ekki sá fyrsti sem setur út á framkvæmdina, en Vísir hefur reglulega greint frá sambærilegri gagnrýni - auk svaranna við henni. Gagnrýnin hefur hvað helst endurspeglað áhyggjur fólks af röskun á gröfum í Víkurgarði, sem einnig er kallaður Fógetagarður. Sturla segir að framkvæmdirnar séu til marks um „virðingarleysið“ sem núverandi eigendur reitsins og borgaryfirvöld sýna Fógetagarðinum - „og hinum forna grafreit sem hefur verið raskað sem og skipulagi á Alþingisreitnum.“ Þar að auki segir Sturla að hótelrekstur á þessu horni muni „setja svæðið í mikið uppnám vegna þeirrar umferðar sem fylgir slíkum rekstri í næsta nágrenni við Alþingi,“ eins og hann orðar það.Svarta keilan stendur nú á horni Austurvallar.VísirÍ grein sinni setur Sturla jafnframt út á listarverkið „Svörtu keiluna,“ sem stendur fyrir framan alþingishúsið. Um er að ræða verk eftir spænska listamanninn Santiago Sierra sem líkist helst bjargi með sprungu í því miðju. Sierra gaf íslensku þjóðinni verkið í janúar árið 2012 og er því ætlað að vera minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Staðsetningu verksins var mótmælt á sínum tíma, á þeim forsendum að það þótti raska heildarmynd Austurvallar. Sturlu þykir ekki mikið til verksins koma og þykir honum ankannalegt að það skuli standa á milli styttanna af Jóni Sigurðssyni og Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á þing. Hann leiðir sig að þeirri niðurstöðu að stjórnendur borgarinnar hafi í raun sett steininn á þennan stað „til háðungar Alþingi Íslendinga,“ segir Sturla. „Það er fátt uppbyggilegt við þetta „listaverk“ og er borginni til skammar. Borgaryfirvöld ættu að fagna 100 ára afmæli fullveldis þjóðarinnar með því að láta bera grjótið í burtu.“Dagur svarar Í lok greinar sinnar skorar Sturla á borgarstjórann að stöðva framkvæmdirnar við Kirkjustræti og fjarlægja fyrrnefnt listaverk. Það eigi betur heima annars staðar.„Stjórnendur höfuðborgarinnar geta ekki komið fram með þeim hætti sem gert er með fullkomnu virðingarleysi við þjóðþingið og umhverfi þess í miðju borgarinnar.“ Í færslu sinni á Facebook bregst Dagur við þessum skrifum Sturlu. Borgarstjórinn segir að eftir „nokkrar deilur náðist full sátt milli framkvæmdaaðila og Alþingis fyrir þremur árum síðan, sem birtist meðal annars í því að Alþingi dró til baka kæru sína á skipulagið í maí 2015.“ Þetta hafi átt sér stað eftir að Sturla var hættur á þingi, en hann sagði skilið við Alþingi árið 2009. Þar að auki hafi deilum um staðsetningu Svörtu keilunnar lokið árið 2012 með því að verkið var flutt á núverandi stað, skrifar Dagur og vísar í fjölmiðlaumfjöllun þess tíma máli sínu til stuðnings. Færslu borgarstjóra má sjá hér að neðan.
Skipulag Tengdar fréttir Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00 Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00 Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00
Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00
Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 13. febrúar 2018 15:00