Tiger Woods áhrifin: 69 prósent meira áhorf en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 13:00 Það voru margir sem eltu Tiger Woods á lokadeginum. Vísir/Getty Tiger Woods átti möguleika á því að vinna risatitil á sunnudaginn og enginn golf- eða íþróttaáhugamaður vildi missa af því. Það sást líka á áhorfstölunum. Áhuginn á lokadegi PGA-risamótsins í golfi var gríðarlegur þar sem Tiger Woods var að berjast um sigurinn við landa sinn Brooks Koepka. Brooks Koepka hafði betur á endanum og Tiger þurfti að sætta sig við annað sætið. Það var hins vegar engin spurning hver var stjarna lokadagsins. Áhorfendur flyktust í kringum Woods og fylgdu honum hvert fótmál. Tiger Woods lék lokahringinn á 64 höggum og endaði á fjórtán höggum undir pari. Frábær frammistaða og sönnun þess að mati margra að hann sé kominn til baka eftir mörg vandræðaár.Tiger Woods' charge, Brooks Koepka's win drive strong PGA ratings https://t.co/2LYlt38Iokpic.twitter.com/j2LhcVXFd7 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Sjónvarpsstöðvarnar fagna líka betri spilamennsku Tigers enda rjúka áhorfendatölurnar upp þegar hann er í toppbaráttunni. Frábært dæmi um það er einmitt lokadagur PGA-mótsins því áhorfendatölurnar eru komnar inn. CBS Sports hefur greint frá því að áhorfið á lokadaginn hafi verið 69 prósent meira en á sama hring og í fyrra. Besti árangur Tiger Woods á PGA-meistaramótinu frá 2010 fyrir mótið um helgina var 11. sætið sem hann náði árið 2012. Hann keppti ekki á mótinu undanfarin tvö ár og náði ekki niðurskurðinum á hinum þremur mótunum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2009 þar sem Tiger Woods náði öðru sæti á PGA-risamótinu. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods átti möguleika á því að vinna risatitil á sunnudaginn og enginn golf- eða íþróttaáhugamaður vildi missa af því. Það sást líka á áhorfstölunum. Áhuginn á lokadegi PGA-risamótsins í golfi var gríðarlegur þar sem Tiger Woods var að berjast um sigurinn við landa sinn Brooks Koepka. Brooks Koepka hafði betur á endanum og Tiger þurfti að sætta sig við annað sætið. Það var hins vegar engin spurning hver var stjarna lokadagsins. Áhorfendur flyktust í kringum Woods og fylgdu honum hvert fótmál. Tiger Woods lék lokahringinn á 64 höggum og endaði á fjórtán höggum undir pari. Frábær frammistaða og sönnun þess að mati margra að hann sé kominn til baka eftir mörg vandræðaár.Tiger Woods' charge, Brooks Koepka's win drive strong PGA ratings https://t.co/2LYlt38Iokpic.twitter.com/j2LhcVXFd7 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Sjónvarpsstöðvarnar fagna líka betri spilamennsku Tigers enda rjúka áhorfendatölurnar upp þegar hann er í toppbaráttunni. Frábært dæmi um það er einmitt lokadagur PGA-mótsins því áhorfendatölurnar eru komnar inn. CBS Sports hefur greint frá því að áhorfið á lokadaginn hafi verið 69 prósent meira en á sama hring og í fyrra. Besti árangur Tiger Woods á PGA-meistaramótinu frá 2010 fyrir mótið um helgina var 11. sætið sem hann náði árið 2012. Hann keppti ekki á mótinu undanfarin tvö ár og náði ekki niðurskurðinum á hinum þremur mótunum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2009 þar sem Tiger Woods náði öðru sæti á PGA-risamótinu.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira