Ákærður fyrir manndráp eftir að ríkissaksóknari sneri við ákvörðun lögreglustjóra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2018 21:24 Michael Drejka varð Markeis McGlockton að bana þann 19. júlí síðastliðinn. Vísir/AP Michael Drejka, sem varð Markeis McGlockton að bana í Flórída þann 19. júlí síðastliðinn, hefur verið ákærður fyrir manndráp. Þetta tilkynnti ríkissaksóknari Flórídaríkis í dag. CNN greinir frá þessu. Áður hafði lögreglustjóri Pinellas-sýslu, hvar Drejka skaut McGlockton til bana, gefið það út að Drejka yrði ekki ákærður. Væri sú ákvörðun tekin á grundvelli svokallaðra „stand your ground“ laga sem eru í gildi í Flórída. Lögin kveða á um að hver sá sem telji sér ógnað megi grípa til þeirra úrræða sem þeim þykir þurfa, svo lengi sem ógnin sé raunveruleg og að sá sem telji sér ógnað sé ekki viðriðinn ólöglegt athæfi á meðan. Nú hefur ríkissaksóknarinn í Flórída komist að þeirri niðurstöðu að lögin eigi ekki við í þessu tilfelli og að Drejka hafi ekki lengur staðið ógn af McGlockton þegar hann tók í gikkinn. Því verður Drejka ákærður fyrir manndráp. Forsaga málsins er sú að McGlockton veittist að Drejka og hrinti honum til jarðar eftir að Drejka hafði lent í rifrildi við kærustu McGlocktons, þar sem hún hafði lagt í bílastæði ætlað fötluðum. Eftir það dró Drejka upp skammbyssu og hleypi af einu skoti sem hæfði McGlockton og varð honum að bana. Fjölskylda McGlocktons hefur fagnað ákvörðun ríkissaksóknarans opinberlega og segist vona að ákvörðunin verði til þess að „sannleikurinn sigri og að réttlætið verði ofan á að lokum.“ Meðal þess sem saksóknarinn notaðist við þegar hann tók ákvörðun sína var myndbandsupptaka úr öryggismyndavél sem náðist af atvikinu, en það má sjá hér að neðan. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Michael Drejka, sem varð Markeis McGlockton að bana í Flórída þann 19. júlí síðastliðinn, hefur verið ákærður fyrir manndráp. Þetta tilkynnti ríkissaksóknari Flórídaríkis í dag. CNN greinir frá þessu. Áður hafði lögreglustjóri Pinellas-sýslu, hvar Drejka skaut McGlockton til bana, gefið það út að Drejka yrði ekki ákærður. Væri sú ákvörðun tekin á grundvelli svokallaðra „stand your ground“ laga sem eru í gildi í Flórída. Lögin kveða á um að hver sá sem telji sér ógnað megi grípa til þeirra úrræða sem þeim þykir þurfa, svo lengi sem ógnin sé raunveruleg og að sá sem telji sér ógnað sé ekki viðriðinn ólöglegt athæfi á meðan. Nú hefur ríkissaksóknarinn í Flórída komist að þeirri niðurstöðu að lögin eigi ekki við í þessu tilfelli og að Drejka hafi ekki lengur staðið ógn af McGlockton þegar hann tók í gikkinn. Því verður Drejka ákærður fyrir manndráp. Forsaga málsins er sú að McGlockton veittist að Drejka og hrinti honum til jarðar eftir að Drejka hafði lent í rifrildi við kærustu McGlocktons, þar sem hún hafði lagt í bílastæði ætlað fötluðum. Eftir það dró Drejka upp skammbyssu og hleypi af einu skoti sem hæfði McGlockton og varð honum að bana. Fjölskylda McGlocktons hefur fagnað ákvörðun ríkissaksóknarans opinberlega og segist vona að ákvörðunin verði til þess að „sannleikurinn sigri og að réttlætið verði ofan á að lokum.“ Meðal þess sem saksóknarinn notaðist við þegar hann tók ákvörðun sína var myndbandsupptaka úr öryggismyndavél sem náðist af atvikinu, en það má sjá hér að neðan.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent