Stuðningsmenn Miðflokksins neikvæðastir í garð #MeToo Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 10:25 Konur voru töluvert líklegri en karlar til að telja #MeToo-umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Myndvinnsla/Garðar Meirihluti landsmanna telur umræðu undanfarinna mánaða um #MeToo-hreyfinguna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þetta kemur fram í könnun MMR. Tæp 71 prósent svarenda sögðu umræðuna jákvæða og þar af sögðu 37 prósent #MeToo-umræðuna mjög jákvæða. 17 prósent svarenda töldu umræðuna hvorki jákvæða né neikvæða en tæp 13 prósent töldu hana neikvæða, þar af 5 prósent mjög neikvæða. Þá var töluverður munur á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum en konur voru til að mynda töluvert líklegri en karlar til að telja #MeToo-umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 82 prósent kvenna sögðu umræðuna jákvæða en 60 prósent karla voru sama sinnis. 46 prósent kvenna sögðu #MeToo-umræðuna mjög jákvæða en einungis 27 prósent karla. Karlar (18 prósent) voru hins vegar líklegri heldur en konur (7 prósent) til að segja umræðuna neikvæða en 8 prósent karla kváðu umræðuna vera mjög neikvæða fyrir samfélagið.Vinstri græn jákvæðust en Miðflokksfólk neiðkvæðast Einnig var nokkuð afgerandi munur á afstöðu svarenda eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsfólk Samfylkingar (87 prósent) og Vinstri grænna (91 prósent) var líklegast allra til að telja #MeToo-umræðuna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 32 prósent stuðningsmanna Miðflokksins, 22 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og 16 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins sögðu umræðuna hins vegar neikvæða fyrir samfélagið. Tæp 17 prósent stuðningsfólks Miðflokksins sögðu umræðuna mjög neikvæða. Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 22. maí 2018 og var heildarfjöldi svarenda 929 einstaklingar, 18 ára og eldri. MeToo Tengdar fréttir Elín frumsýnir #metoo lagið "Lagið er innblásið af #metoo hreyfingunni og textinn lýsir í rauninni þeim aðstæðum sem konur geta lent í t.d. að verða "óvart“ óléttar og þurfa kannski að takast á við það einar,“ segir tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. 8. ágúst 2018 11:30 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Fegurðardrottning afsalaði sér titlinum eftir að keppnin gerði lítið úr #MeToo Fegurðardrottningin Maude Gorman afsalaði sér titlinum Miss Plymouth County eftir grínatriði sem gerði lítið úr #MeToo-hreyfingunni. 15. júlí 2018 21:36 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Meirihluti landsmanna telur umræðu undanfarinna mánaða um #MeToo-hreyfinguna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þetta kemur fram í könnun MMR. Tæp 71 prósent svarenda sögðu umræðuna jákvæða og þar af sögðu 37 prósent #MeToo-umræðuna mjög jákvæða. 17 prósent svarenda töldu umræðuna hvorki jákvæða né neikvæða en tæp 13 prósent töldu hana neikvæða, þar af 5 prósent mjög neikvæða. Þá var töluverður munur á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum en konur voru til að mynda töluvert líklegri en karlar til að telja #MeToo-umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 82 prósent kvenna sögðu umræðuna jákvæða en 60 prósent karla voru sama sinnis. 46 prósent kvenna sögðu #MeToo-umræðuna mjög jákvæða en einungis 27 prósent karla. Karlar (18 prósent) voru hins vegar líklegri heldur en konur (7 prósent) til að segja umræðuna neikvæða en 8 prósent karla kváðu umræðuna vera mjög neikvæða fyrir samfélagið.Vinstri græn jákvæðust en Miðflokksfólk neiðkvæðast Einnig var nokkuð afgerandi munur á afstöðu svarenda eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsfólk Samfylkingar (87 prósent) og Vinstri grænna (91 prósent) var líklegast allra til að telja #MeToo-umræðuna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag. 32 prósent stuðningsmanna Miðflokksins, 22 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og 16 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins sögðu umræðuna hins vegar neikvæða fyrir samfélagið. Tæp 17 prósent stuðningsfólks Miðflokksins sögðu umræðuna mjög neikvæða. Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 22. maí 2018 og var heildarfjöldi svarenda 929 einstaklingar, 18 ára og eldri.
MeToo Tengdar fréttir Elín frumsýnir #metoo lagið "Lagið er innblásið af #metoo hreyfingunni og textinn lýsir í rauninni þeim aðstæðum sem konur geta lent í t.d. að verða "óvart“ óléttar og þurfa kannski að takast á við það einar,“ segir tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. 8. ágúst 2018 11:30 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Fegurðardrottning afsalaði sér titlinum eftir að keppnin gerði lítið úr #MeToo Fegurðardrottningin Maude Gorman afsalaði sér titlinum Miss Plymouth County eftir grínatriði sem gerði lítið úr #MeToo-hreyfingunni. 15. júlí 2018 21:36 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Elín frumsýnir #metoo lagið "Lagið er innblásið af #metoo hreyfingunni og textinn lýsir í rauninni þeim aðstæðum sem konur geta lent í t.d. að verða "óvart“ óléttar og þurfa kannski að takast á við það einar,“ segir tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. 8. ágúst 2018 11:30
„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00
Fegurðardrottning afsalaði sér titlinum eftir að keppnin gerði lítið úr #MeToo Fegurðardrottningin Maude Gorman afsalaði sér titlinum Miss Plymouth County eftir grínatriði sem gerði lítið úr #MeToo-hreyfingunni. 15. júlí 2018 21:36