Fengu báðir sex milljónir fyrir EM-silfrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 14:00 Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson með silfrið. Vísir/Getty Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson enduðu í öðru sæti á EM í liðakeppni atvinnukylfinga sem lauk í gær á Gleneagles golfvellinum í Skotlandi. Bæði verðlaun Íslands á Evrópuleikunum komu í golfi en þau skiluðu Íslandi upp í 24. sæti á verðlaunalista leikanna. Axel og Birgir töpuðu naumlega 2/0 í úrslitaleiknum gegn Spánverjunum Pedro Oriol og Scott Fernandez. Úrslitaleikurinn var spennandi og náðu íslensku leikmennirnir að búa til hörkuspennu á lokakaflanum þrátt fyrir að vera komnir þremur holum á eftir þegar aðeins þrjár holur voru eftir.Verðlaunaféð í liðakeppni karla á EM atvinnukylfinga. Birgir og Axel gætu skipt með sér 25,6 millj. kr. eftir hádegi í dag. 1. sæti = 100.000 Evrur= 12,8 millj. kr. per leikmann 2. sæti = 50.000 Evrur= 6,4 millj. kr. 3. sæti = 3,85 millj. kr. 4. sæti = 1,92 millj. kr. — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Birgir Leifur og Axel misstu því að talverðum peningum því Evrópumeistararnir fengu um 12,8 milljónir króna hvor í sinn hlut í verðlaunafé. Birgir Leifur og Axel fengu aftur á móti um 6,4 milljónir íslenskra króna hvor í sinn hlut sem er nú ágætis vikukaup. Birgir og Axel lönduðu þar með öðrum verðlaunum sínum á þessu móti. Á laugardaginn fögnuðu þeir Evrópumeistaratitlinum í keppni blandaðra liða með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur.Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn á EM í blandaðri liðakeppni í gær. Fengu öll tæplega 9?6?0?.0?0?0? ÍSL KR. í sinn hlut. pic.twitter.com/Eo24tbJwyD — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Það vekur þó athygli að mun lægra verðlaunafé var fyrir sigurinn í keppni blandaðra liða. Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum króna í verðlaunafé fyrir sigurinn. Þau fengu því um 960 þúsund krónur hver. Það var því sexfalt hærra verðlaunfé í liðakeppni karla en í liðakeppni blandaðra liða. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson enduðu í öðru sæti á EM í liðakeppni atvinnukylfinga sem lauk í gær á Gleneagles golfvellinum í Skotlandi. Bæði verðlaun Íslands á Evrópuleikunum komu í golfi en þau skiluðu Íslandi upp í 24. sæti á verðlaunalista leikanna. Axel og Birgir töpuðu naumlega 2/0 í úrslitaleiknum gegn Spánverjunum Pedro Oriol og Scott Fernandez. Úrslitaleikurinn var spennandi og náðu íslensku leikmennirnir að búa til hörkuspennu á lokakaflanum þrátt fyrir að vera komnir þremur holum á eftir þegar aðeins þrjár holur voru eftir.Verðlaunaféð í liðakeppni karla á EM atvinnukylfinga. Birgir og Axel gætu skipt með sér 25,6 millj. kr. eftir hádegi í dag. 1. sæti = 100.000 Evrur= 12,8 millj. kr. per leikmann 2. sæti = 50.000 Evrur= 6,4 millj. kr. 3. sæti = 3,85 millj. kr. 4. sæti = 1,92 millj. kr. — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Birgir Leifur og Axel misstu því að talverðum peningum því Evrópumeistararnir fengu um 12,8 milljónir króna hvor í sinn hlut í verðlaunafé. Birgir Leifur og Axel fengu aftur á móti um 6,4 milljónir íslenskra króna hvor í sinn hlut sem er nú ágætis vikukaup. Birgir og Axel lönduðu þar með öðrum verðlaunum sínum á þessu móti. Á laugardaginn fögnuðu þeir Evrópumeistaratitlinum í keppni blandaðra liða með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur.Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn á EM í blandaðri liðakeppni í gær. Fengu öll tæplega 9?6?0?.0?0?0? ÍSL KR. í sinn hlut. pic.twitter.com/Eo24tbJwyD — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 12, 2018 Það vekur þó athygli að mun lægra verðlaunafé var fyrir sigurinn í keppni blandaðra liða. Axel, Birgir, Ólafía og Valdís skiptu á milli sín tæplega 4 milljónum króna í verðlaunafé fyrir sigurinn. Þau fengu því um 960 þúsund krónur hver. Það var því sexfalt hærra verðlaunfé í liðakeppni karla en í liðakeppni blandaðra liða.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira