Birgir Leifur og Axel fengu silfur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 16:52 Það rigndi í Skotlandi í dag Vísir/Getty Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson þurftu að sætta sig við silfur á EM í golfi sem fram fór á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi um helgiina. Axel og Birgir höfðu leikið framúrskarandi golf í mótinu til þessa, unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og undanúrslitin í morgun. Aðstæður í Skotlandi í dag voru hins vegar erfiðar. Það hellirigndi í allan dag og átti íslenska parið nokkuð erfitt uppdráttar. Andstæðingarnir í úrslitaleiknum voru Spánverjarnir Pedro Oriol og Scott Fernandez. Spánverjarnir unnu fyrstu holuna og voru með einnar holu forskot fram á fjórðu holu þegar íslensku strákarnir náðu að jafna og þeir komust yfir á 5. holu. Þeir spænsku jöfnuðu hins vegar strax aftur og unnu hverja holuna á fætur annari. Staðan var orðin þannig eftir níu holur að Spánverjarnir voru með þriggja holu forskot. Þegar á 16. teig var komið var staðan enn þannig að Spánverjarnir voru með þriggja holu forystu og því þurftu Íslendingarnir að vinna holuna til þess að leikur héldi áfram. Birgir Leifur náði því, púttaði vel fyrir fugli, og keppni hélt áfram Staðan var þó áfram þannig að strákarnir þurftu að vinna holurnar til þess að halda lífi í leiknum. Á 17. holunni, sem er par 3, datt upphafshöggið ekki nógu nálægt pinnanum á flötinni, Axel náði ekki að pútta fyrir fugli og Spánverjarnir komnir í kjörstöðu til þess að klára leikinn. Þeir misstu þó púttin sín og Birgir Leifur náði að halda lífi í leiknum. Bæði lið lentu í vandræðum á 18. holu og lentu í trjánum. Það var Íslendingunum til happs að þeir spænsku lentu á nærri nákvæmlega sama stað og því bæði lið í sömu stöðu. Birgir Leifur átti pútt fyrir fugli en náði því ekki og þar með voru úrslitin svo gott sem ráðin, Spánverjarnir hefðu þurft að þrípútta til þess að fara í bráðabana. Þeir settu púttið sitt fyrir fugli og náðu gullverðlaununum. Birgir Leifur og Axel fara þó heim með silfur og gull úr blönduðu liðakeppninni í gær og geta verið sáttir með sína frammistöðu á þessu fyrsta Evrópumóti atvinnukylfinga. Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson þurftu að sætta sig við silfur á EM í golfi sem fram fór á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi um helgiina. Axel og Birgir höfðu leikið framúrskarandi golf í mótinu til þessa, unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og undanúrslitin í morgun. Aðstæður í Skotlandi í dag voru hins vegar erfiðar. Það hellirigndi í allan dag og átti íslenska parið nokkuð erfitt uppdráttar. Andstæðingarnir í úrslitaleiknum voru Spánverjarnir Pedro Oriol og Scott Fernandez. Spánverjarnir unnu fyrstu holuna og voru með einnar holu forskot fram á fjórðu holu þegar íslensku strákarnir náðu að jafna og þeir komust yfir á 5. holu. Þeir spænsku jöfnuðu hins vegar strax aftur og unnu hverja holuna á fætur annari. Staðan var orðin þannig eftir níu holur að Spánverjarnir voru með þriggja holu forskot. Þegar á 16. teig var komið var staðan enn þannig að Spánverjarnir voru með þriggja holu forystu og því þurftu Íslendingarnir að vinna holuna til þess að leikur héldi áfram. Birgir Leifur náði því, púttaði vel fyrir fugli, og keppni hélt áfram Staðan var þó áfram þannig að strákarnir þurftu að vinna holurnar til þess að halda lífi í leiknum. Á 17. holunni, sem er par 3, datt upphafshöggið ekki nógu nálægt pinnanum á flötinni, Axel náði ekki að pútta fyrir fugli og Spánverjarnir komnir í kjörstöðu til þess að klára leikinn. Þeir misstu þó púttin sín og Birgir Leifur náði að halda lífi í leiknum. Bæði lið lentu í vandræðum á 18. holu og lentu í trjánum. Það var Íslendingunum til happs að þeir spænsku lentu á nærri nákvæmlega sama stað og því bæði lið í sömu stöðu. Birgir Leifur átti pútt fyrir fugli en náði því ekki og þar með voru úrslitin svo gott sem ráðin, Spánverjarnir hefðu þurft að þrípútta til þess að fara í bráðabana. Þeir settu púttið sitt fyrir fugli og náðu gullverðlaununum. Birgir Leifur og Axel fara þó heim með silfur og gull úr blönduðu liðakeppninni í gær og geta verið sáttir með sína frammistöðu á þessu fyrsta Evrópumóti atvinnukylfinga.
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira